Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Síða 50

Morgunn - 01.12.1983, Síða 50
152 MORGUNN fyrsta sálminn eftir ræðuna. Ég sagði frá þessari sýn strax eftir kirkjuathöfnina. Mér fannst ég vita hvað þessi sýn ætti að merkja. Konan mín andaðist 28. desember þetta ár. Mér fannst, að þessar hvítklæddu verur mundu vera boð- berar til mín um sáluhjálplegan viðskilnað henni til handa. Guð veri lofaður í Jesú blessaða nafni. Hvítt lín Það mun hafa verið í júnímánuði 1946, að ég gat ekki sofnað nótt eina fyrr en klukkan langt gengin 4 eftir að eftirfarandi sýn bar fyrir mig. Ég sat glaðvakandi uppi i rúmi mínu, þegar ég féll í eins konar dá. Mér fannst ég vera kominn upp á hátt fjall, víðáttumikið jafnlendi. Það var glaða tunglsljós, en þó bjartara en vanalegt tunglsljós, sá því langt út frá mér. Þá bar fyrir mig, nokkuð langt frá mér, hvítan hól þarna í auðninni — annars auð jörð allt, svo langt sem augað eygði. Ég lagði af stað að vita hvað þetta væri. Það var nokkuð langt frá mér. Þegar ég er kominn nálægt þessum hól, sá ég að þetta var hvítt lín. Þá sá ég konu standa þar rétt hjá; hún var að rekja úr þessum miklu línbirgðum. Svo leit hún til mín og kallaði til mín þessum orðum: „Það er verið að sníða föt á hana Vilborgu“. Við það vaknaði ég af þessum dvala. Eins og getið er um í áttundu sýn, dó konan mín elskuleg 28. des- ember 1944. Þessi sýn fullvissar mig um, að hún lifir nú í samfélagi Guðs útvaldra barna hjá Jesú Kristni Drottni okkar og frelsara, og eftir sáran skilnað hér, fáum við aftur að verða saman um alla eilifð. Þetta er mín bjarg- föst fullvissa. Án allrar okkar verðskuldunar. Guði sé lof og dýrð í Jesú blessaða nafni. Botnlaust fen 1 byrjun júhmánaðar 1947 bar eftirfarandi sýn fyrir mig: Klukkan var 4 um morguninn; sat ég uppi í rúmi

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.