Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Qupperneq 51

Morgunn - 01.12.1983, Qupperneq 51
FJÓRAR SÝNIR 153 mínu og var ekki farinn að sofna nokkurn dúr alla nóttina, hvernig sem ég reyndi til. Það var glaða sólskin og blíðu veður. Þá féll ég í nokkurs konar dá, eins og oft áður. Mér fannst ég vera uppi á hárri hæð og gekk i vestur. Það var kolsvarta myrkur yfir öllu, nema í vestri, þar var aðdáan- lega fagurt rof, eins og sólarbirta léki um það allt. Þegar ég kom vestur á háa heiðarbrún heyrði ég mikinn hávaða, eins og margir brunabílar væru á ferðinni eða þó mikið ægilegri. Ég fór að líta í kringum mig; sá ég þá eitthvert vélaferlíki koma með feikna hraða og stefndi alveg beint á mig, en ég komst með naumindum undan þessu voða áhaldi, en stend þá á heiðarbrúninni og lít niður fyrir hengiflug; sé ég þá „Gulstarflóð“ fyrir neðan. Það var svo fallegt á að sjá í geislum frá rofinu í vestri, að ég gat ekki annað en horft á það með aðdáun, en eftir því sem ég horfði lengur niður í þetta flóð sannfærðist ég um, að þetta væri allt botnlaust fen. Þessi sýn færir mér heim sanninn um það, að hún boðar stríð, eitt hið örlagaríkasta stríð, sem hefir gengið. Tvö síðustu stríð hafa átt upptök sín í austri og breiðst með geysihraða út um allan heim. Enn hefur næsta stríð upp- tök sín í austri, því svartara verður það en hin af því, að það virðist eiga að ná til kristinna trúarbragða og þeirra, sem þau boða. Svo er stararflóðið. Hvernig er þjóðmál- um okkar háttað? Eru þau ekki eins og rótarlaus, með Ameríku-gljáa af Marshallhjálpinni. Veitum því eftirtekt sem skeður á næstu árum. Eilífar samverustundir Á hvítasunnu, árið 1949, var ég einn heima og var að lesa æfisögu Sadhu Sundar Singhs, hins mikla trúboða Austurlanda. Ég var búinn að lesa mikið svo ég tók mér hvíld, stóð upp til að leggja bókina af mér á afvikinn stað. Þegar ég hafði lagt bókina af mér féll ég í dá eða leiðslu, mér fannst ég vera kominn að einhverri kirkju,

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.