Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Blaðsíða 52

Morgunn - 01.12.1983, Blaðsíða 52
154 MORGUNN mér fannst það helst vera Dómkirkjan í Reykjavík. Ég sá margt fólk ganga fram hjá kirkjunni, en ég ætlaði inn í hana. Þegar ég opnaði hurðina, þá sá ég að hún var troð- fuii, svo ég ætlaði ekki að komast inn, stóð því við dyrnar, því ég komst ekki lengra. Mér var litið inn að altarinu, sá ég þá prest standa þar í öllum messuskrúða og var hann að útdeila kvöldmáltíðarsakramentinu, svo sem venja er til. Þegar fyrsti hringurinn stendur upp er hann skrýddur hvítum skikkjum og lítur hvorki til hægri né vinstri hand- ar, en gengur með grátunum að altarinu sunnan megin og hverfur svo á bak við altarið. 1 einum svip er ég kom- inn þangað. Sé ég þar dyr og geng inn um þær. Þá opnast fyrir mér heiðblár himininn, en sólarbirta var engin. Ég sá mikinn fjölda mannvera, þó dauflega, en mér fannst það allt vera í hvítum skikkjum. Ég horfði á þetta dálitla stund. Þá sé ég konuna mína birtast mér í fullum skrúða; andlit- inu get ég ekki lýst, það var svo yndislega fagurt, blítt og brosmilt. Hún horfði á mig þessum ólýsanlegu blíðu- augum; við horfðum hvort á annað litla stund. Svo hvarf allt í einum svip og ég stóð á gólfinu eins og ég var, þegar ég lagði bókina af mér. Tii skýringar skal þess getið, að konan mín dó 28. desember 1944. Þess skal einnig getið, að ég hef aldrei náð mér að fuliu síðan dauðinn tók hana frá mér þrátt fyrir alla viðleitni bæði skyldra og vanda- lausra — fyrr en nú, að ég fékk að sjá hana í þessari sýn. Guð launi öllum, sem tekið hafa þátt í söknuði mínum. Nú sakna ég ekki lengur, því ég trúi staðfastlega, að okkur eru tryggðar eilífar samverustundir fyrir Drottinn Jesú Krist, ásamt öllum, sem á hann trúa, í lífi og dauða. Lof sé Guði!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.