Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Page 54

Morgunn - 01.12.1983, Page 54
1904 — 1984 Á þessu ári eru 80 ár liðin frá því er nokkrir sómamenn, þar á meðal Einar H. Kvaran rithöfundur og Haraldur Níelsson prófessor, stofnuðu Tilraunafélagið. Tilraunafé- lagið var stofnað árið 1904 og var það félag manna, sem höfðu áhuga á hlutlægum rannsóknum á dulrænum fyrir- bærum. Tilraunafélagið var ,,forveri“ Sálarrannsókna- félags íslands. Það var ósk Haraldar Níelssonar, að einhvern tímann kæmist á fót stofnun við Háskóla íslands, sem sinnti rann- sóknum á dulrænum fyrirbærum. 1 næstu grein hér í rit- stjórarabbi er greint frá því, hvernig starf dr. Erlendar Haraldssonar dósents gæti orðið vísir að þeirri stofnun sem Harald Níelsson dreymdi um. Stofnun slíkrar rann- sóknastofu yrði mun auðveldari, og líklegri, ef Sjóður til rannsókna í dulsálarfrœði næði að styrkjast verulega. Minningu Tilraunafélagsins og starfs brautryðjendanna yrði því mestur sómi sýndur með þvi að efla nútímarann- sóknir á dulrænum fyrirbærum. Styrkjiim sálarrannsóknir við Háskólann! Eins og flestum lesendum Morguns mun kunnugt hefur dr. Erlendur Haraldsson dósent við Háskóla Islands sinnt af krafti rannsóknum ýmissa dulrænna fyrirbæra síðan hann tók til starfa við háskólann fyrir áratug. Fyrst má minnast á umfangsmikla könnun á dulrænni reynslu lands-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.