Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Qupperneq 56

Morgunn - 01.12.1983, Qupperneq 56
158 MORGUNN Umræður um spíritisma Eins og áskrifendum er væntanlega kunnugt varð drátt- ur á útsendingu ritsins sl. sumar. Ástæðan var ákvörðun stjórnar Sálarrannsóknafélagsins að halda fund með rit- stjóra áður en Morgni yrði hleypt af stað. Vegna sumar- leyfa urðu menn höndum seinni og leið þannig sumarið þar til fréttin fór að berast. Blaðaskrif eru birt hér til fróðleiks. Vona ég, að höfundar endurbirtra greina mis- virði það ekki við mig, að ég hef ekki komið í verk að fá leyfi þeirra allra. En greinarnar gefa til kynna, að skoð- anir manna eru harla ólíkar. Á almennum fundi í október 1983 var síðan skipst á skoðunum. Þrátt fyrir hin ólíku viðhorf til hins sam- eiginlega áhugamáls, dulrænna fyrirbæra, var talið mikil- vægt að halda hópinn og stuðla að því að fólk geti unað í félaginu, hvort sem það aðhyllist gagnrýna vísindalega afstöðu eða sækir þangað andlega uppbyggingu án þess að láta efasemdir þvælast fyrir sér. 1 umræðum á fundinum kom greinilega i ljós, hve ólíkan skilning menn leggja í orð og virðist stundum þörf á því að orðlengja og skilgreina orðin skýrt og skilmerkilega. Ekki veit ég, hvort nokkurn tímann verður unnið úr segulbandinu frá fyrrnefndum félagsfundi þar, sem hin ýmsu sjónarmið voru rædd. Ævar R. Kvaran, fyrrverandi forseti Sálarrannsóknafélagsins, var því miður ekki á fund- inum, en hvetja vil ég menn að lokum að lesa hans ágætu grein framar í þessu hefti (bls. 121). KveSja Vetrarhefti þetta er nokkuð seint á ferðinni og auk þess í þynnra lagi að blaðsíðufjölda. Fyrra hefti ársins 1983 var hins vegar óvenju stórt og því alldýrt. Ég ákvað því að halda að mér höndum að þessu sinni og leita ekki til annarra um efni til að „fylla“ ritið.

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.