Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Page 7

Morgunn - 01.06.1997, Page 7
Ritstjórarabb Ég veit að það getur verið erfitt stundum en er það ekki þess virði að reyna að líta á umhverfi okkar og líf hér, með þessum augum. Það sem oftast kemur í veg fyrir það er lífsgæðakapphlaupið, kröfuharka samkvæmislífsins, jafnvel skyldur fjölskyldunnar. Þetta er staðreynd, þ.e.a.s. á þann hátt að við annað hvort gleymum eða getum ekki, vegna áreitis um- hverfis okkar, skapað okkur þessar kyrrðarstundir og upplifanir. Það er einfaldlega ekki inni í lífsmunstri okkar í dag að njóta kyrrðar og upplifana og skynja það að vera bara til á þeim stað og þeirri stund sem þar og þá ríkir og reyna að finna hvað í því felst. Við erum í rauninni stöðugt að reyna að hafa ofan af fyr- ir öðrum og okkur sjálfum líka, fylla auðu stundirn- ar með bíóíbrðum, fjölskylduheimsóknum, nám- skeiðum og alls konar áhugamálum. Við erum alltaf hálfgert að berjast á móti straumi lífs okkar, á móti straumi tímans, því með svona annríki verður hann af skornum skammti og áður en við vitum af verður komið að lokum dvalarinnar í heimavist jarðarinnar. Og hvað er þá eftir, eftir allt streðið? Slatti af ei'nis- legum gæðum sjálfsagt. Lífsfylling? ]ú, kannski, en þó frekar ólíklegt. Og þá á ég við sanna lífsfyllingu. Gleðina yfir að vera til einmitt hér og nú. Lítum á dvöl okkar hér og umhverfi sem tíma- bundna heimavist. Heimavist, sem við eigum eftir að hverfa frá og ekki sjá aftur í sömu mynd. Straumur tímans mun sjá til þess. Við erum í þessu lífi okkar hér núna, að upplifa tíma og umhverfi sem kemur og fer eins og við. Og við eigum örugglega eftir síðar, að hugsa aftur til þessarar dvalar okkar og heimavistar og þá munu koma upp þær tilfinningar, sem hún MORGUNN 5

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.