Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Page 10

Morgunn - 01.06.1997, Page 10
S.R.F.H. 50 ára en lítið verður um svör. Mönnum er og ljóst, að sá, sem eykur þekkingu sína eykur og kvöl sína. Félög verða til, þar sem þessi mál eru rædd og skýrð eftir bestu vitund og getu. En öllu eru mikil takmörk sett. Sálarrannsóknafélög eru stofnuð. Meira að segja eitt hér í Hafnarfirði. Á þessum f'undi minnumst við 30 ára afmælis Sál- arrannsóknafélagsins í Hafnarfirði. Miðað við mannsævi er það talsverður aldur og sýnir að það átti og á hlutverki að gegna. Kalli tímans var hlýtt. Vissri þörf var fullnægt. Styðja skyldi að könnun sérstakra lífsviðhorfa og greiða götu meiri þekkingar á þeim vettvangi. Skal nú vikið að aðdraganda og upphafi fé- lagsins, svo og sögu þess. Á árinu 1966 varð Guðmundur Einarsson, verk- fræðingur, forseti Sálarrannsóknafélags Islands. Hann var framkvæmdamaður góðrar gerðar og fræði- og áhugamaður um sálarrannsóknir og dulræn efni. Hann vildi fjölga félögum, er að slíkum rnálurn ynnu. Hann ræddi um þetta efni við breskan miðil er hét Mr. Horace Hambling. Sá gaf Guðmundi það ráð að við stofnun nýs félags væri affarasælt að tryggja sér 5 manna hóp, er áhuga hefði á slíkum málum og fela honum framkvæmdir í sínu byggðarlagi. Guðmundur leit svo til, að grundvöllur ætti að vera fyrir hendi á stofnun slíks félags í Hafnatfirði. Hann hafði því samband við fólk þar: Bergljótu Sveinsdóttur, Huldu Helgadóttur, Oliver Stein og Óskar Jónsson. Þá vantaði 5. hjólið undir vagninn. Óskar Jónsson lagði til að leitað yrði til Eiríks Páls- sonar í þessu sambandi. Huldu Helgadóttur var falið að ræða við Eirík. 8 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.