Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Page 14

Morgunn - 01.06.1997, Page 14
S.R.F.H. 30 ára frumkvæði Guðmundar Einarssonar og henni síðan hrundið í framkvæmd. Brátt kom í ljós að þátttaka í stofnun slíks félags átti miklu og góðu fylgi að fagna. Eiríkur gekk frá drögum að lögum fyrir væntanlegt félag og lagði lög félagsins í Reykjavík til grundvallar. Þá áttu þeir Oliver fund saman. Oliver neitaði al- gerlega að verða formaður en bauðst til að verða vara- formaður. Eiríkur varð að bíta í hið súra epli mjög andstætt vilja sínum. En stundum gerast kraftaverk. Hin dulda forsjón leysir oftlega óvænt mikinn vanda. Hún hefur og betri yfirsýn en við mannanna börn. Tveimur dögum eftir að þeir Oliver höfðu varpað teningunum er hringt til Eiríks. Hulda Helgadóttir er í símanum og er létt í máli. Hún segir: „Við getum fengið formann." „Nú, erum við ekki búin að fá hann?“ verður Eiríki að orði. Hún hlustar ekki á þetta en heldur áfram: „Soffía segir, að Hafsteinn Bjömsson miðill sé reiðu- búinn að verða formaður fyrir félagið hér í Hafnar- firði. Eiríkur lætur alveg hjá líða að benda henni á, að hún sé að tala við tveggja daga útvalið formannsefni í þessu sama félagi en spyr fullur áhuga: „Er þetta virkilega satt?“ Hulda fullyrðir að svo sé. Þau ræða málin nokkuð. Eiríki var strax ljóst að hér væri komin frábær lausn og framtíð félagsins væri þar með tryggð á hinn prýðilegasta hátt. Hann bað Huldu að hafa hljótt um þetta í bili, hann þyrfti að ræða þetta við Oliver. Það gerði hann og þegar í stað. Oliver tók þessu með varkárni: 12 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.