Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Side 17

Morgunn - 01.06.1997, Side 17
S.R.F.H. 30 ára um skipun bráðabirgðastjórnar, er starfa skyldi til framhaldsstofnfundar, gengi frá lögum fyrir félagið og annaðist stjórn þess þangað til. Stungið var upp á þessum félagsmönnum að til- lögu Eiríks og Olivers: Hafsteini Björnssyni, Soffíu Sigurðardóttur, Huldu Helgadóttur, Bergljótu Sveinsdóttur, Óskari Jónssyni, Eiríki Pálssyni og Oliver Steini. Þessi skipun nefndarinnar og verkefni, var ein- róma samþykkt. Að þessu loknu ílutti Sveinn Víking- ur fróðlegt og merkilegt erindi en hóf mál sitt á því að lýsa ánægju sinni yfir stofnun félagsins og hinum mikla áhuga, sem fólk hér hefði sýnt málefnum sálar- rannsókna. Óskaði hann félaginu allra heilla og blessunar og taldi fágætt að við stofnun svona félags væru tveir mestu miðlar landsins meðal stofnfélaga. Þar átti hann við Hafstein Björnsson og Margréti ). Thorlacíus. Hinn 29. maí sama ár, hélt bráðabirgðastjórnin fund að Arnarhrauni 44, heimili Olivers Steins. Lög fyrir félagið voru rædd og frá þeim gengið. Við það hafði verið miðað, að félagið bæri nafnið Sálarrann- sóknafélag Hafnarfjarðar, en eins og málum var hátt- að þótti betur á því fara að heitið væri Sálarrann- sóknaielagið í Hafnarfirði. Með því ættu utanbæjar- menn kost á að gerast félagsmenn og vera í stjórn þess. Hyggilegra þótti og að kosin stjórn skipti með sér störfum en formaðurinn ekki kosinn sérstaklega á MORGUNN 15

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.