Morgunn - 01.06.1997, Síða 19
S.R.F.H. 30 ára
Skipan hinnar fyrstu stjórnar félagsins var þannig:
Hafsteinn Björnsson, formaður,
Hulda Helgadóttir, ritari,
Oliver Steinn, gjaldkeri,
Eiríkur Pálsson varaformaður og
Bergljót Sveinsdóttir, vararitari.
I varastjórn:
Soffía Sigurðardóttir og
Oskar Jónsson.
Endurskoðendur:
María Ólafsdóttir og
Þórður Þórðarson.
Að þessari kosningu lokinni tók Hafsteinn Björns-
son við stjórn fundarins. Hann þakkaði það traust, er
honum hefði verið sýnt og kvaðst vona, að sú keðja,
er hér hefði verið mynduð, yrði þess umkomin að
vinna í kærleika að því að þerra tár og veita vonar-
bjarma inn í sálir syrgjandi meðbræðra.
Þá risu fundargestir úr sæturn og sungu sálminn:
„Þín náðin drottinn nóg mér er,“ eftir Einar H. Kvaran.
Þessu næst flutti jónas Þorbergsson, útvarpsstjóri,
erindi.
Formaður sleit að því loknu fundinum með þess-
um orðum:
„Okkur, sem hlut eigum að þessari félagsstofnun,
langar til þess, að þetta félag verði ofurlítill gluggi, er
eitthvað af morgungeislum góðra hugsjóna geti skin-
ið í gegnum, og með þeim hætti komist inn í sem flest
heimili þessa bæjar.“
Sunginn var að síðustu sálmurinn: „Lýs rnilda ljós
í gegnum þennan geim,“ í þýðingu Matthíasar
Jochumssonar.
MORGUNN 17