Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Page 20

Morgunn - 01.06.1997, Page 20
S.R.F.H. 30 ára Með í'undinum 25. maí og framhaldsfundinum 15. júní 1967, var stofnun sálarrannsóknafélags í Hafn- arfirði orðin staðreynd. Stjórn kosin og í formanns- sæti réttur maður á réttum stað. Framtíðin beið fagnandi með blóm við barm. Hafsteinn Björnsson gekk nú fram á sviðið í nýjum þætti sinnar lífssögu. Hann hafði mest að segja um dagskrárefni fundanna. Hann útvegaði af eigin ramm- leika, þá aðila, sem efni lluttu, og þeir voru ekki af verri endanum. Þarna var um úrvals fólk að ræða. Agætt hvert á sínu sviði. Það var eins og hann léki persónunum af fingrum fram. Fyrir kom að óþarflega lengi drógst ákvörðun um efnisflytjendur en aldrei kom það að sök. Dagskráratriði brugðust ekki. Ef svo bar við að einhver forfallaðist á síðustu stundu, þá náði Hafsteinn í annan síst verri í hans stað. Sjálfur flutti hann iðulega ávörp eða erindi, sem vöruðu í minni. Efnið þannig valið, sterkt og þrótt- mikið mál og athyglisverð framsögn. Hann var „prímus mótor félagsins," sagði Oliver Steinn um Hafstein, „orkugjafinn einstaki.“ Hann gat og gripið skyndilega til skyggnilýsingafunda ef honum fannsl hugur fundarmanna standa til þess. Fundir í félaginu hafa verið haldnir einu sinni í mán- uði frá október til maí. Hin síðari árin hefur janúar- fundur stundum verið felldur niður. Fyrstu árin voru fundir haldnir síðasta mánudag hvers mánaðar. Breytt- ist síðan í annan miðvikudag mánaðarins og nú hin síðustu ár í annan fimmtudag mánaðarins að jafnaði. Fundarstaðirnir hafa verið þessir: Fyrst Góðtempl- arahúsið, síðar Alþýðuhúsið, svo Iðnaðarmannahús- ið en mörg síðustu árin hefur Góðtemplarahúsið hýst 18 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.