Morgunn - 01.06.1997, Page 22
S.R.F.H. 30 úra
En svo dró allt í einu ský nokkur fyrir sólu um
sinn. Formaðurinn átti í sérstökum erfiðleikum á
heimaslóð, er gerði honum erfitt um fundarmæting-
ar. Síðan barst tilkynning um að formaðurinn yrði að
láta af formannsstarfinu.
Þetta var reiðarslag. Varaformaðurinn neitaði að
taka við því starfi. Taldi þetta hálfgert brot á starfs-
samningi. Hafði og von um að þetta ástand mundi
ekki vara lengi. Hafsteinn fékk því séra Sigurð Hauk
Guðjónsson til að taka við formennsku, sem hann
gerði frá 10. október 1973 til 9. apríl 1975.
Þetta bjargaði málinu svo um munaði. En eftir um
tveggja ára skeið var þetta vandamál úr sögunni. Haf-
steinn flutti til Hafnarfjarðar og gaf kost á því að taka
við félaginu að nýju. Hinn þungi skýjabakki, er lagst
hafði yfir félagið, hvarf að mestu og aftur var komið
vor í dal. En tímar stórveldisins voru úr sögunni,
enda starfstími Hafsteins senn á enda. Hann bjó á
Suðurgötunni í Hafnarfirði síðustu árin, í góðu yfir-
læti.
Varaformaðurinn hafði á miðilsfundi, fengið
ábendingu um að Hafsteinn yrði ekki langlífur. Fyrir
aðalfundinn 1977 mæltist hann því undan varafor-
mannssætinu og sótti um lausn í náð.
Svar Hafsteins var þetta:
„Þú verður varaformaður meðan ég lifi.“
Samstarf formanns og varaformanns hafði alltaf
verið hið besta. Nokkrum mánuðum síðar var hann
allur. Vissi hann um hið ótímabæra fráfall sitt? Ekki
er það útilokað. Honum var gefin góð innsýn inn á
hin duldu sviðin. Hann féll til foldar við heyskap upp
á Stekkjartúni, þann 15. ágúst 1977. Að honum var
20 MORGUNN