Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Side 23

Morgunn - 01.06.1997, Side 23
S.K.F.H. 30 ára mikill sjónarsviptir. Skjótt hafði sól brugðið sumri. Skarð mikið orðið fyrir skildi. Félagið var þá nýorðið 10 ára og fram var haldið för. Reynt að halda í horfinu eftir bestu getu. Það hef- ur og tekist vonurn framar. Fundir hafa frá upphafi og allt til þessa dags, ver- ið menningarlegar kvöldvökur. Þar hafa verið flutt lengri eða skemmri ávörp, svo og erindi stórmerk, um margvísleg efni og til þess fengnir hinir færustu menn, fróðir og lærðir. Fyrirlesarar og ræðumenn skipta mörgum tugum. Þar af prestar um 20 talsins. Þá voru og upplestrar úr fræðiritum. Sögur lesnar og kvæði. Svo og hljómleikar margs konar, ekki síst söngur. Skyggnilýsingafundir margir, hlutskyggni könnuð, o.fl., o.fl. Um skeið vann huglæknirinn Einar Jónsson frá Ein- arsstöðum, á vegum félagsins. Félagsmenn gátu til hans leitað með vandkvæði sín. Hann kom til Hafnarfjarðar einu sinni eða tvisvar á vetri. Hann var þá til húsa hjá Soffíu Sigurðardóttur, Skúlaskeiði 2, sem hafði mestan veg og vanda af dvöl hans hér. Henni til styrktar og trausts voru þær Guðlaug Elísa Kristinsdóttir og Hólm- fríður Finnbogadóttir. Þá voru og sérstakir fundir í Langholtskirkju, þar sem Einar mætti, svo og Haf- steinn Bjömsson, þar sem meðlimum í félaginu var tryggður aðgangur. Þeir fundir vom fjölmennir. Þetta jók fjölbreytni í starfi og Einars er minnst með þökk og virðingu. Hann er og frá okkur farinn. Um tíma var lítið um miðla. Nú hefur á þessu orð- ið mikil breyting. Margir hafa komið til sögunnar sem slíkir. Félagið hefur hagnýtt sér þetta rækilega og fengið ýmsa til starfa og fræðslu, karla sem konur. MORGUNN 21

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.