Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Page 33

Morgunn - 01.06.1997, Page 33
Draugar í ferðamannaiðnaði frá CBS, bandarísku sjónvarpsstöðinni, hafi áhuga á málinu,“ sagði Mr. Robertson. Afturgöngur hræða hvorki hann né konu hans Sue, en hún er þó orðin dálítið pirruð á þessum hamagangi öllum saman. Þegar Robertson greiddi nær 70 milljónir króna fyrir þetta niðurnídda 19. aldar höfðingjasetur árið 1989, þá lylgdi sem sagt Heira með í kaupunum en bara steinar og steypa. Þegar gamall gangur var opnaður þá tóku andaver- ur að birtast. Fyrstur var ljóshærður náungi, sem gerði nokkra hótelgesti og starfsmenn bókstaflega skíthrædda, en eftir að hann birtist þá hefur fólk tek- ið að flykkjast til Dromquinna og ekki bara það, „draugunum“ hefur fjölgað líka. Önnur veran, sem birtist, var ung stúlka, og kem- ur útlit hennar alveg saman við lýsingu á dóttur byggjanda höfðingjasetursins, Sir Johns Columb, en hún lést þegar hún var 10 eða 12 ára gömul. Tveir gestanna segjast hafa séð hana vera að gramsa í farangri þeirra eina nóttina. Hún leystist upp þegar hún sá að þeir voru að horfa á hana. Og þriðji „draugurinn" er náungi sem gengur um grasflötina um miðjar nætur með bjöllu, sem hann hringir í sífellu. En til allrar hamingju fyrir þá gesti sem eru orðnir þreyttir á sífelldum draugagangi um nætur, þá er sagt að bjallan sé hljóðlaus, en auðvitað á það ekki við um fólk með miðilshæfileika (þá miðla, sem geta heyrt í andaverum og hringjandi bjöllum). □ morgunn 31

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.