Morgunn - 01.06.1997, Page 35
Vísindalegur grunnur spíritismans
hafa hugsað málið ítarlega og rannsakað gegnum
árin, eru sannfærðir um að alheimurinn sé í eðli sínu
tíðnisveifla, að hann sé ein heild og að flutningurinn
úr hinni siðfræðilegu verund í gegnum það, sem kall-
að er dauði, sé líkt og að ganga í gegnum dyr og
koma inn í svið af ólíkri tíðni. Af því leiðir að himna-
ríki og helvíti eru ekki staðir, þau eru tilvist.
Meðvitund, eða hugur, eins og sumir nefna hana,
framkvæmir með hugsun, sem spíritistar hafa ástæðu
til að ætla að sé sterkasta tíðni alheimsins og að allt
sé skapað af henni.
Það er athyglisvert að svo merkir vísindamenn eins
og Jeans og Eddington, meðal margra annarra, létu
að lokum í ljós þá skoðun sína að allt efni kæmi frá
meðvitund. Eða eins og Jeans orðar það:
„Alheimurinn lítur miklu frekar út eins og risastór
hugsun en risavél.“
Engu að síður, viljinn til þess að vantreysta sér-
hverri nýrri eða óhefðbundinni hugmynd er svo fast
mótaður í hugum mikls meirihluta mannkyns, að það
mun sjálfsagt líða langur tíini áður en slíkt hugtak,
eins og Jeans setur l'ram, verður almennt viðurkennt.
Neyddur til að taka það aftur
Var það ekki reynsla Kópernikusar og síðar Gali-
leós?
Báðir voru hafðir að háði og spotti á sínum tíma.
Meira að segja var Galileó bannfærður af kirkjunni
og neyddur til að taka aftur stuðning sinn við þá
kenningu Kópernikusar að sólin gengi ekki í kringum
MORGUNN 33