Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Page 36

Morgunn - 01.06.1997, Page 36
Vísindalegur grunnur spíritismans jörðina einu sinni á 24 stunda fresti, eða þá yfirleitt. Fjöldinn vildi ekki viðurkenna það. Höfðu þau ekki líka sönnunina fyrir augum sínum og fullvissu ritara „heilagrar ritningar" um hið gagn- stæða? „Kraftaverkin“ í ritningunni er öll hægt að skýra á skynsamlegan hátt með dulrænni reynslu, þ.m.t. lík- amningu, lyftingu, beinum röddum og heilun. Þar sem það á við, eins og í líkamningu, þá hefur Ijós- myndatækni búin innrauðum geislum, staðfest þetta. Sannleikurinn er til staðar fyrir þá, sem leita, en það verður að bera sig eftir honum. Ef Kólumbus hefði ákveðið að sitja um kyrrt, að- gerðalaus á Spáni, þá hefði hann aldrei uppgötvað Ameríku. Aðgerðarleysi hefur aldrei fóstrað uppgötv- anir. Verum því framkvæmdasöm og setjum fram al- varlegar spurningar og rannsóknir. Guð hjálpar þeim, sem hjálpa sér sjálfir, og laun heiðarlegrar tilraunar munu m.a. verða sú hugarró, sem tekur fram öllum skilningi. Hugarró á rætur sínar í innblæstri og hugljómun og eins og einhver hefur lýst því: „Guðlegt andartak, þegar yfir lífshrakinni sál, líkt og eitt sinn yfir ólgandi óreglu, var sagt: „Verði ljós.““ □ Þýð.: G.B. 34 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.