Morgunn - 01.06.1997, Síða 45
Sálarrannsóknahreyfingin...
myndir að handan, á beinar segulbandsraddir að
handan, á kraftaverkin sem gerast í hverju horni hjá
lækningamiðlunum og heilurunum, að ónefndu því
hvar og hugsanlega hvernig þessir handanheimar eru
þar sem allir látnir ástvinir okkar og vandamenn
dvelja nú í? - Ekki er sagt eitt einasta orð um öll þessi
mál í öllu þessu 30 milljarða menntakerfi landsins.
Eða hvar sem dæmi, er nokkursstaðar minnst á öll
þessi mál í kirkjunni okkar? Er þetta ekki algerlega
óásættanlegt fyrir sálarrannsóknahreyfinguna og
meðlimi hennar sem og fyrir allt siðmenntað og hugs-
andi fólk? jú, segi ég og margir fleiri. Hingað og ekki
lengra! Nú segjum við fjöldanum öllum frá þessum
leyndarmálum okkar, og því sem sérfræðingarnir
hafa komist að niðurstöðu um varðandi öll þessi efni.
Við bíðum ekki eftir að hinar nýju kynslóðir komi á
hnjánum og bíði auðmjúkar í biðröðinni endalausu í
stiganum í Garðastrætinu, heldur komum við til þess
og segjum þeim frá því, vilji þær á annað borð vita
eitthvað um þessi mál. Og það er auðvelt sé viljinn og
áhuginn fyrir hendi hjá okkur. En er hann það? Spyr
sá sem ekki veit í dag. En svarið við því á eftir að
koma í ljós á næstu árum og áratugum.
Hvað er þá til ráða og hvert skal þá stefna?
Erfitt er að gefa tæmandi lyfseðil fyrir því hvernig
slík bylting eigi að eiga sér stað. Því bylting hlýtur
það að verða þótt eflaust hljóðlát og mannúðleg
verði.
Ég sé íyrir mér, sem fyrr sagði í framtíðinni, mun
meiri rannsóknir á ólíkum þáttum allra þessara mála.
Þar yrðu vísindamenn fengnir til starfa, þótt hreyf-
ingin setti auðvitað sitt mark á fyrirkomulagið þar,
MORGUNN 43