Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Page 46

Morgunn - 01.06.1997, Page 46
Sálarrannsóknahreyfingin... sem og á verkefnavalið hjá þeim. Dæmi um hvernig við gætum og ættum að styðja slíkt væri að láta t.d. 5 til 10% af öllum tekjum sálarrannsóknahreyfingar- innar renna til n.k. „sálarrannsóknarsjóðs“ sem allir vísindamenn heimsins á þessum nótum gætu sótt reglulega um styrki úr til rannsókna á þessu sviði. Það myndi fljótt segja til sín og skapa okkur sífellt íleiri ný og ný vopn í baráttunni gegn ógnarþröngsýni bæði vísindastóðsins og kirkjunnnar í málinu, þ.e. aðeins ef slíkur brunnur nýrra niðurstaðna væri til staðar. í annan stað yrðum við líka að taka til í eigin bak- garði. Við yrðum og verðum að miðla félögum okkar sem og öllum nýjum kynslóðum sem fram koma, miklu fleiri röksemdum í þessari baráttu en gert er í dag. Miklu fleiri upplýsingum, miklu víðtækari, ítar- legri, aðgengilegri, og síðast en ekki síst í áhugaverð- ara formi en er í dag. Hvernig gæti þjóðfélag orðið sem til hliðsjónar hefði flestar meginniðurstöður spíritismans? Ef við lofum nú í lokin ímyndunaraflinu að fljúga svolítið um í raunveruleikanum, hvernig þjóðfélag framtíðarinnar gæti orðið/yrði líklegst, tæki það á annað borð fullt tillit til flestra meginniðurstaðna spíritismans, þá myndi líklega m.a. eftirfarandi gerast ef flestum yrðu þessar staðreyndir okkar ljósar: 1. Sorg yrði útrýmt. Enginn myndi syrgja annan einstakling við lát hans. Allir vissu um handanheim- ana, hvar hinir látnu væru og hvernig lífið þar væri. Og alltaf væri hægt að komast á sterkan og góðan miðilsfund og ná skýru og góðu sambandi við alla sem hinum megin væru. Hugtakið útþurkaður/ 44 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.