Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Side 49

Morgunn - 01.06.1997, Side 49
Sálarrannsóknahreyfingin... sónulega mál sem fáum eða engum kæmi við. Slíkt yrði passað vel). 4. Gegn flestum sjúkdómum á jörðunni fyndust bæði réttar forvarnir - og rétt Iyf þegar í óefni væri komið einhverra hluta vegna í kjölfar allra handan- heimaupplýsinganna um þessa málaílokka. Því myndi tíðni veikinda okkar jarðarlífsveranna stanslaust minnka, þar til á endanum að þau myndu líklegast næstum því alveg hverfa. Læknar og vísindamenn jarðarinnar kæmust í nánast ótæmandi gagnabrunn að handan um lyf og annað sem gegn þessum vágest- um kæmi, þegar þeir á annað borð kæmust í samband við allan þann her vísindamanna og lækna hinum megin sem við þessi mál vinna. Og ekki síst alla þá þekkingu sem þeir hinum megin hafa aflað sér með miklu betri aðstöðu til að sjá þessi mál en vísinda- menn hér í heimi geta nokkum tíman komið sér upp. 5. Við kæmumst í ótæmandi upplýsingabrunn framtíðarinnar og fortíðarinnar um nánast hvað sem væri. Nánast útilokað er að gera sér grein fyrir öllum þeim ofurbreytingum sem í garð gengju ef þessu sam- bandi yrði raunverulega náð, hverri af annarri í kjöl- far þessa. Og ef svo færi þá myndi þjóðfélag okkar væntanlega breytast í slíkum grundvallaratriðum, og það á nánast öllum sviðum sínum, að ekki einu sinni slíkur ofurframtíðardraumóramaður og sá, sem þess- ar línur ritar, getur gert sér slíkt í hugarlund. En þið getið rétt ímyndað ykkur afleiðingar þess þegar allir þessir (í orðsins fyllstu merkingu) ótæmandi gagna- brunnar handanheimanna opnuðust á „handan- heima-internetinu“ okkar, og það hvenær sem er sól- arhringsins. MORGUNN 47

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.