Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Page 54

Morgunn - 01.06.1997, Page 54
Guðjón Baldvinsson: Tíminn og ábyrgð þekkingarinnar Náttúrulögmálið „tími" er merkilegt fyrirbæri. Straumur hans er þungur og stöðugur, aldrei verður hik á streymi hans, hvernig svo sem allt velt- ist, hlutir, fólk og tilvera. Kyn- slóðir koma og kynslóðir fara, rísa og hníga líkt og öldur út- hafsins, sem rísa úr ómælis- djúpinu, standa einar og sér, afmarkaðar frá upphafinu um stund, en hníga svo aftur til þess sem skapaði þær og gaf þeim kraft til þess ferðalags, sem þeim auðnaðist að fara í. 1 íns og árstíðirnar /samanstanda af vori, sumri, hausti og vetri, má segja að mann- fólkið eigi sínar sam- bærilegu „árstíðir“ á æviferlinum. Þær eru eins og hleðslur í lifandi vegg, þar sem efsta hleðslan er vorið, sú næsta fyrir neðan sum- arið, sú þriðja haustið og sú fjórða veturinn, þar sem allt er orðið kyrrt aftur og tilurðin „einungis“ grunnur og stuðningur við þá stöð- ugu grósku og nýja líf sem heldur áfram að hlaða þennan lífsins vegg upp á við í átt til hins óræða, undir stöðugum nið frá tímans straumi, þessum ókunna krafti sem allt keyrir áfram í sköpun þessar- ar eilífðarbyggingar, sem kallast þróun. 52 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.