Morgunn - 01.06.1997, Qupperneq 55
Tíminn og ábyrgð þekkingarinnar
Tími kynslóðanna rís og hnígur og það er nokkuð
sem við getum gengið að sem vísu. Samt er það
þannig að meginhluti hverrar kynslóðar virðist hugsa
sem svo að hún hafi af nógum tíma að taka og best
sé að njóta líðandi stundar og vera ekki sífellt að
hugsa um einhver rök tilverunnar. Það geri aðeins
skýjaglópar.
Þeir, sem þannig hugsa, hafa rétt fyrir sér að einu
leyti. Tíminn nær út yfir gröf og dauða og þess vegna
má segja að af honum höfum við nóg. Eilífðinni ligg-
ur ekkert á og hún reynir ekki að hafa áhrif á frjáls-
an vilja okkar. Hennar vegna getum við leyft okkur
að vera löt eða dugleg, hugrökk eða óttaslegin, fjand-
samleg eða ástúðleg.
En við megum ekki gleyma því að straumur tímans
skapar okkur eklci einfaldlega þróun, hann ber okkur
að tækifærum sem, ef við nýtum þau, skapa þróun.
Og eitt af þeim tækifærum, sem hann hefur borið
okkur að er fæðing okkar og lífsferill hér á jörð. Og
það tækifæri er, eins og öll önnur, sem við fáum, við
verðum að grípa það á meðan það gefst, ef við ætlum
að nýta það okkur til þróunar og gagns. Og sérhvert
tækifæri býðst aðeins einu sinni. Það er að segja, vera
kann að við getum fengið annað tækifæri síðar hér á
jörð ef okkur og almættinu finnst við ekki hafa nýtt
það, sem við fengum, sem best, en það verður aldrei
sama tækifærið. Það verður ekki sami tíminn eða
tímaskeiðið, það verður ekki sama fólkið, umhverfið
og lífshættirnir. Þess vegna er það okkur afar nauð-
synlegt að mínu mati, að íhuga lífsferil okkar og ævi
núna hér á jörðinni, sem tækifæri, sem okkur muni
ekki gefast aftur í sömu mynd. Erum við að nýta það
MORGUNN 53