Morgunn - 01.06.1997, Síða 57
Tíminn og ábyrgð þekkingarinnar
margara annarra þeirra líka, fyrr og síðar? Voru þess-
ir menn ekki að skapa sér grimmileg örlög og karma
með framferði sínu og innræti á tækifæristíma sínum
hér á jörð? Er hugsanlegt að slíkir menn séu tiltölu-
lega saklausir „ásteytingarsteinar“ fyrir annað fólk,
„ásteytingarsteinar," sem komið er fyrir um tíma í
jarðlífinu til þess að skapa ástand og aðstæður fyrir
aðra „syndaseli,“ ef svo má að orði komast, sem
komnir eru til þess að uppskera afleiðingar fyrri ill-
virkja sinna? Var og er allt þetta saklausa fólk, sem
við teljum, einhverjir illvirkjar úr fyrri lífum og sem
með hremmingum sínum er að vinna úr karma fyrri
gerða sinna? Öll hungruðu börnin í Afríku, allur al-
menningur í Víetnam og Sarajevo?
Þetta er gríðarlega erfið spurning fyrir jarðneskan
huga og mann hryllir við svarinu, á hvorn veginn sem
það er.
Hvaðan kemur öll þessi grimmd? Hverjir sá þess-
um fræjum illmennsku í móttækilegar sálir? Er það
saknæmt að vera svo opinn og saklaus að neikvæð öfl
geti haft áhrif á viðkomandi til illra verka? Tæplega.
Ábyrgðin í því tilfelli hlýtur að mestu að vera þess,
sem sáði. Samkvæmt þeirri tilgátu gætu verið til til-
tölulega saklaus illmenni karmískt séð.
Hér komum við að þeim punkti, sem Silfur-Birkir
leggur áherslu á, að þekkingunni fylgir ábyrgð. Um
leið og þú hefur öðlast þekkingu á lögmáli lífsins, þá
getur þú ekki skotist undan ábyrgð gerða þinna. Her-
maður, sem frernur illvirki í skjóli þess að hann sé
einungis að framfylgja skipunum yfirboðara síns en
veit innst inni að hann er að gera rangt, er þar með
orðinn ábyrgur gerða sinna og mun uppskera kannísk-
morgunn 55