Morgunn - 01.06.1997, Page 58
Tíminn og ábyrgð þekkingarinnar
ar afleiðingar þeirra. Yfirboðarinn kann að uppskera
afleiðingar þess fræs, sem hann sáði í huga hermanns-
ins en ekki endilega þess hvemig hermaðurinn fór með
það og nærði. Honum er ef til vill ekki unnt að óhlýðn-
ast skipunum yfirboðarans án þess að þurfa hugsan-
lega að gjalda fyrir það með lífi sínu, en framkvæmd
og hugur hlýtur að vega þungt í því dæmi.
Okkur hafa verið sögð dæmi af erfiðu karma sálna
sem voru viðstaddar sem áhorfendur að því, þegar
soltin ljón voru látin rífa í sig lifandi þræla og aðra,
sem voru ekki yfirvöldum þóknanlegir, t.d. fyrstu
kristniboðana. Þessar sálir hlógu og kættust yfir þeim
hryllingi, sem í'ram fór á leikvanginum. Það hugarfar
og framkoma, sáði fræjum erfiðs karma fyrir þær, þó
ekki væru þær beinir framkvæmdaaðilar.
Manni fallast hálfgert hendur við slíkar íhuganir.
Er lífsvefurinn virkilega svona erfiður og flókinn?
Erum við að takmarka frelsi okkar og hreyfanleika og
möguleika til athafna og framkvæmda með því að
afla okkur þessarar þekkingar, ætla að lifa eftir henni
og miðla til annarra? Verðum við eins og austur-
lensku munkarnir, sem ganga alltaf urn með sóp í
hendi og sópa á undan sér jörðina, sem þeir ganga á,
til þess að verða ckki fyrir því að stíga á skordýr og
bana því og kalla þar með yfir sig karmaskuld?
Mitt persónulega svar er nei og aftur nei. Við eig-
um í rauninni ekki að láta hugann dvelja of mikið við
svona dæmi, atburði og veruleika. Það er ofvaxið
okkar getu og skilningi á þessari stundu að hafa þar
áhrif á eða útskýra. Við stöndum frammi fyrir þessari
eilífu baráttu góðs og ills. Sagt er að hún sé nauðsyn-
leg því hún sé drifkraftur lífsins, það, sem viðheldur
56 MORGUNN
J