Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Page 59

Morgunn - 01.06.1997, Page 59
Tíminn og ábyrgð þekkingarinnar mætti þess og vilja. Við erum hér og nú. Við vitum svo og svo mikið núna. Með okkur starfa aðilar og kraftur, sem vita meira og sjá miklu víðar og lengra en við. Þeir geta og munu vonandi, auka skilning okkar og þekkingu eftir því sem þeir telja okkur fær um að taka við og fara með. Við getum ákveðið að rækta okkar garð og gefa öðrum þau fræ, sem við eigum aflögu, svo þeir geti líka ræktað sinn garð. Við getum reynt að miðla og styðja með þeim stuðningi og fræðslu, sem okkur vonandi hlotnast. Einnig reynt að hugsa og framkvæma í anda þess, sem við erum að fræðast um og miðla til umhverfisins. Þannig, eins og Silfur-Birkir segir, öflum við með því að miðla. Þannig getum við aukið birtuna, stækkað yfirráða- svæði „góðu karlanna," ef svo mætti segja, og úlbúið pláss fyrir þá, sem vakna til vitundar og fara að þrá Ijós, fræðslu og betra líf, sem um leið gerir þeim líka kleift að hjálpa með fræðslu og miðlun. Það er lög- mál að gott leiðir af góðu, þekking eyðir óvissu. Reynum að vera verkamenn í víngarði þess lögmáls. Þegar óvissan og þreytan segir til sín, leilum þá til okkar æðri bræðra og systra, hjálpenda og vina, sem lengra eru komin og fúslega munu styrkja okkur, fræða og leiðbeina. Á þessari stundu sér minn hugur a.m.k., ekki aðra betri leið eða möguleika til þess að auka birtu og lífs- gleði í þeim heimi og því tímaskeiði þess tækifæris, senr okkar kynslóð og samferðafólki hefur verið veitt til þess að grípa og vinna úr til aukins þroska, visku og lífsgleði. Vonandi mun starf okkar og hugsjón bera nokkurn ávöxt. □ MORGUNN 57

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.