Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Page 61

Morgunn - 01.06.1997, Page 61
Dulrænar frásagnir... Undanfarin ár hafa nokkrir nemendur skólans og aðstandendur hans unnið skipulega að því að safna, skrá niður ogflokka sem mest af dulrænum reynslum sem til eru hér á landi, ýmist í munnlegri geymd eða ritaðri. Lætur nærri að yfir 2000 slíkar frásagnir séu nú þegar í tölvugagnasafni skólans. I framtíðinni er það von aðstandenda skólans að öll merkileg yfirskilvitleg reynsla sem flestra Islend- inga verði skráð niður og skipulega flokkað eftir tíma, landshlutum, eðli og uppruna. l’á fyrst yrði al- vöru sálarrannsóknum á Islandi gert kleift aðfóta sig á mun meiri vísindalegum grunni en verið hefur til þessa því miður. Því eitt er morgunljóst: Aldrei verða handanheimalögmálin leyst meðan siðmenningin í heild sinni heldur ekki til haga flestum ef ekki öllum dulrænum reynslum sem manninn henda almennt. Það er þessvegna sem skólinn lagði upp í þetta stóra og erfiða ferðalag, en gengur reyndar bara Ijómandi vel. Að lokum vill Morgunn og Sálarrannsóknaskólinn sameiginlega, endilega hvetja yklair lesendur góðir til að senda okkur dulræna reynslu ykkarfyrir tímaritið sem fyrst. Slíkar frásagnir eru gjarnan merkilegir draumar, (ykkar eða annarra,) undarleg dulræn skynjun, fyrirboðar, merkileg ferð til miðils, meintar lækningar að handan, nú eða bara álfa- eða huldu- fólkssögur eða aðrar slíkar afar merkilegar sögur sem ykkur eða aðra hefur hent. Allt er vel þegið. Munið það! Aðeins eitt skilyrði það er að frásögnin Iwj'i elcki þegar verið birt á prenti annars staðar. Utanáskriftin til okkar er: Sálarrannsóknaskólinn, MORGUNN 59

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.