Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Page 64

Morgunn - 01.06.1997, Page 64
Dulrænar frúsagnir... létust. Tveir þeirra gengu því miður ekki heilir til skógar. Sá í'yrri sem lést haí’ði haft hvítblæði og látist af því. Einhverjum mánuðum seinna lést annar pilturinn í í bílslysi, og aðeins viku eftir það lést því miður sá þriðji sem í draumnum hafði verið. Hann hafði verið hjartveikur og látist í skólaferðalagi. Með árunum hef ég haft gaman af því að spá í merkingu drauma minna. Stundum hefur mig dreymt dagsetningar og mánuði dálítið fram í tímann, sem ég hef lagt á minnið. Stundum hefur eitthvað merkilegt gerst á þessum dögum sem hefur haft áhrif á líf mitt svo um munar. En aðeins í tveimur tilfellum hef ég ekki getað tengt það við neitt ennþá svo að ég muni. Indriði fíjörnsson: Ruglaður draumur Þegar ég var um 15 ára gamall var ég á heima- vistarskóla úti á landi. Eina nóttina dreymdi mig eftirfarandi draum: Mér fannst ég vera staddur neðarlega á Laugaveg- inum ásamt skólabróður mínum og vorum við að iabba í áttina að Lækjartorgi. Skyndilega tek ég eftir því að inni í einni búðinni er kona sem vann í mötuneyti skólans, að versla og stóð dóttir hennar sem var um 10 ára gömul fyrir innan dyrnar og horfði út. Þegar dóttirin kom auga á okkur rak hún út úr sér tunguna og ullaði á okkur. 62 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.