Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Page 66

Morgunn - 01.06.1997, Page 66
Dulrænar frásagnir... Þegar neðar dregur á Laugaveginum fæ ég það sterklega á tilfinninguna að ég hafi verið í svipaðri aðstöðu áður. Mér fannst eins og mig væri að dreyma og ég gæti á engan hátt stjórnað atburðarásinni, að- eins fylgst með því sem var að gerast í kringum mig. Skyndilega tók ég eftir konunni sem vann í mötu- neyti skólans og dóttur hennar og voru þær í sömu búð og ég hafði séð þær í draumnum. Rifjaðist þá draumurinn upp fyrir mér og tók ég eftir því allt var nákvæmlega eins og í draumnum, ég hafði einfald- lega upplifað þetta allt saman áður. Konan stóð við afgreiðsluborðið og var að versla og dóttir hennar stóð fyrir innan dyrnar og horfði út. Eg man eftir því að hafa hugsað: Það getur nú ekki verið að stelpan fari að ulla á mig en var varla búinn að sleppa orðinu þegar hún kom auga á okkur og rak út úr sér tunguna. Svanlaug Magnúsdóttir: Líkið s Eg hef verið að hugleiða að undanförnu hvað ég ætti nú helst að festa á blað sem heimaverkefni af dulrænni reynslu minni, ef svo mætti kalla. Ekki hef ég haldið neina dagbók yfir þess háttar, svo allt verður að vera eftir minni mínu. Eg hef heldur aldrei fyrr haft þá hugdetlu að ég þyrfti á því að halda fyrr en tilmæli þess efnis komu frá skólastjóra Sálarrannsóknaskólans. Áreiðanlega get ég ekki státað neitt af því að ég 64 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.