Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Page 67

Morgunn - 01.06.1997, Page 67
Dulrænar frásagnir... hafi mikla skyggnishæfi- leika, öðru nær. Þó hefur nú sitthvað borið fyrir mig og það af ólíkum toga sem flokkast undir dulrænt eða yfirskilvitlegt. Ég var 12 ára gömul þeg- ar þetta gerðist, sem ég ætla að skýra frá. Hafði ég ekki orðið fyrr fyrir slíkri reynslu, enda myrkfælni þá óþekkt fyrirbrigði hjá mér. Ég var í barnaskólanum á Bíldudal veturinn 1942- 43, en átti þá heima inni í sveit í Reykjafirði. Systir mín kenndi við skólann þennan vetur og leigði hún herbergi fyrir okkur hjá konu, er Kristjana hét. Kona þessi var einhleyp, en hafði nokkuð stóra íbúð í húsi sem Glaumbær heitir eða hét. I jólaleyfinu fórum við báðar heim til okkar á milli jóla og nýárs. Þá gerist það á meðan, að Kristjana í Glaumbæ deyr. Hafði hún skyndilega fengið heila- blæðingu. Hún lá á líkbörum í stofu sinni, þegar við systurnar komum aftur í húsið úr jólaleyfinu. Ég var ekki kunnug Kristjönu lyrr en um veturinn. Ekki minnist ég þess að ég væri neitt smeyk við að koma í húsið þó ég vissi að lík stæði þar uppi. Ég man bara eftir þessu atviki eins og það hafi verið í gær. Systir mín sendi mig frarn í eldhús að sækja vatn í morgunn 65

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.