Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Page 69

Morgunn - 01.06.1997, Page 69
Dulrænar frásagnir... Hanna Ragnarsdóttir: Ferðalag innanhúss Eftirfarandi frásögn lýsir reynslu minni þegar ég var á unglingsaldri. Eg hef oft síðan lent í nokkuð svipaðri reynslu, sem ég tel að megi nefna sálfarir, en þessi reynsla mín er mér sérstaklega minn- isstæð þar sem hún var fyrsta slíka reynslan. Ég hef verið um 17 ára þegar atburður þessi henti mig. Þetta var að vetrarlagi og ég bjó enn hjá foreldrum mínum. Við vorum þrjú í stóru húsi, þar sem systkini mín voru annars staðar. Ég sofnaði síðast af öllum. Þá var það sem ég fann allt í einu fyrir miklum óþægindum og fannst eins og vitund mín væri dregin frá líkama mínum og að ég horfi á hann í svefni. Fór ég svo að svífa um húsið, milli herbergja og fann fyrir mikilli einsemd. Fannst mér að allt væri hljóðlaust. Ég reyndi að ná sambandi við foreldra mína, en fannst enginn heyra í mér. Ég reyndi að gefa frá mér hljóð, en fannst að þau væru kæfð og enginn heyrði neitt. Þvældist ég svona allnokkuð um húsið og komst ekki til baka um stund. Mér fannst allt vera í myrkri og leið mjög illa. Loks komst ég aftur í líkama minn, en upplifði rniklar lík- amlegar og andlegar kvalir við það. morgunn 67

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.