Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Side 70

Morgunn - 01.06.1997, Side 70
Dulrænar frásagnir... Vaknaði ég svo upp, dauðhrædd og þorði ekki að fara aftur að sofa.Eitthvað þessu líkt endurtók sig um tíma þennan vetur, en ekki eins magnað. Lærði ég smám saman að hætta að óttast þessa upplifun, bað bænir á kvöldin og reyndi að slaka algerlega á. En þessi fyrsta reynsla mín af slíku næturdakki verður mér ávallt mjög minnisstæð. Sigrún B. fakobsdóttir: Óvænt og ósjálfráð rithönd Eftirfarandi er dulræn reynslusaga mín: Þegar ég var í 12 ára bekk í Landakotsskóla var rík áhersla lögð á læsilega og áferðarfallega rithönd. Þar sem ég hafði hvorugt var mér skipað fyrir að skrifa eina stíla- bókarsíðu á dag, gagngert til að þjálfa stafagerðina. Mátti efnið vera hvað sem var. Þennan tiltekna dag sat ég og skrifaði þennan stíl og hafði valið mér „Sögur úr Biblíunni“ eða „Perlur“ eins og sá bókaílokkur hét. Sagan fjallaði um blind- an mann er fékk aftur sjón sína eftir blessun Krists. Þegar ég kom að því að blindi maður- inn hafði heyrt í Kristi og kall- aði til að láta vita af sér, 68 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.