Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Side 74

Morgunn - 01.06.1997, Side 74
Dulrænar frásagnir... Kristín Richardsdóttir: Gestaherbergið Sumar 1995 ferðuðumst við til Vopnaí'jarðar. Um verslunarmannahelgina voru lifandi dagar á Bustafelli. Þetta er gamall torfUær með 6 eða 7 burst- um. Allt fólkið þarna inni var í gamaldagsfötum og bakað var á hlóðum. í eldhúsinu var boðið upp á kaffi og ég þáði það auðvitað. Inn af eldhúsinu var lítið herbergi með tveimur rúmum og var þar gína í peysufötum á stól. Eg ætlaði inn í þetta herbergi en eitthvað stoppaði mig og ég eiginlega komst ekki þangað inn. Ég hugsaði með mér hvaða rugl þetta væri í mér og reyndi aftur, og í þriðja skiptið. En alltaf var ég stoppuð einhvem veg- inn. Ég skildi alls ekki hvemig gat á því staðið. Ekki tók betra við þegar bollinn sem ég var með byrjaði að glamra á undirskálinni og síðan í ofanálag þrengdi eitthvað að hálsinum á mér. Ég var í bol sem er víður í hálsinn en mér fannst ég samt þurfa að toga hálsmálið frá, en það gagnaðist samt ekki. Systir mín var með mér og fullt af fólki var þarna í kring einnig. Mamma var ein af þeim sem voru að bjóða kaffi og hún sagði mér að setjast niður og reyna bara að jafna mig. En alltaf glamraði í bollanum svo að ég varð á endanum að láta hann frá mér. Ég gat heldur ekki setið kyrr. Mér fannst ég hreinlega vera að kafna þarna og togaði og togaði í hálsmálið á bolnum. Ég sá ekki annað ráð en að fara úr áður en ég gerði mig að meiri bjána þarna en orðið var. Og var ég drykklanga stund úti við að jafna mig. 72 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.