Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Page 77

Morgunn - 01.06.1997, Page 77
C.W. Leadbeater: Hugheimar Hugheimar 2. hluti Það liggur því að heita má í augum uppi, að hver sá maður, sem vill sökkva sér um hríð niður í hugsanir sínar í hugheimum, getur í raun og veru lií'- að þar í heimi, sem hann sjáli'ur hefur skapað og á hann ekki á hættu að nokkur geti orðið til þess að trufla hann. Hann sér þar, auk þess, allar hugmyndir sínar og jafnframt hverjar afleiðingar þær geta haf't, jafnóðum og þær líða fram fyrir hann. En, ef honum léki mjög hugur á að athuga þetta tilverustig, sem hann væri staddur á, yrði hann að gæta þess vand- lega, að halda huganum í stilli og láta hann ekki halda áfram að móta ný og ný hugsanagervi úr hinu áhrifanæma frumgervisefni hugheima, af því að þau breyttu, að því er honum sýndist, öllu umhverfi hans á sömu stundu. Þess ber þó að gæta, að það er sitthvað að menn haldi huganum í stilli eða að þeir geri sig alveg hugs- unarlausa, eins og þeim mönnum er ráðlegt, er vilja temja sér sérstakar Hatha-jóga aðferðir. Hatha-jóga iðkendur kosta því umfram allt kapps um að halda huganum aðgerðarlausum, svo að engin hugsun frá manninum sjálfum verði þeim áhrifum til fyrirstöðu, er að honum berast, og er slíkt ástand mjög áþekkt dáleiðslu miðla. Hinsvegar hefur hver sá maður, sem MORGUNN 75

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.