Morgunn - 01.06.1997, Side 80
Hugheimar
skaplegu sveifluástandi, þá er eins og það sé allt gert
úr samkynja efni. Hin sífelldu ljósblik og síbreytilegu
ljósgervi eru horfin. Hins vegar getur að líta allt aðr-
ar og reglubundnar hreyfingar, er ekki var tekið eftir
innan um hin sífelldu ljós-, lita- og blæbrigði, er áttu
rót sína að rekja til hinna ýmsu vera. En þessar hreyf-
ingar líða auðsjáanlega um alla hugheima, svo að
engin hvolf eða hýði, sem menn geta einangrað sig í,
fá stemmt stigur fyrir þeim, né sveigt þær í aðra átt.
Hreyfingar þessar valda hvorki ljósgervum né lit-
brigðum, en fara alltaf jafnt og þétt um allt efni hug-
heima og er því að finna bæði hið ytra og innra í hlut-
unum, sem inn- og útöndun einhvers mikils andar-
dráttar, er við þekkjum ekki.
Það eru til fleiri en ein slík hreyfing og það er unnt
að þekkja þær hverja frá annarri, sökum þess að þær
eru mismunandi öflugar og hafa mismunandi hraða,
og það, sem við gætum kallað samræmisáhrif. En svo
er líka til einn slíkur orkustraumur, sem er mestur
þeirra allra og sýnist vera höfuðhreyfing þeirra, orku-
straumur, er rís einhversstaðar upp frá óþekktum
orkugjafa á miklu hærra tilverustigi og lætur lífs-
magn sitt flæða gegnum alla veröldina. Alda þessi
fellur svo aftur með stríðum straumi sömu leið og
hún kom og alla leið til þeirrar uppsprettu, sem hún
kom frá. Hún gerir því ýmist að flæða upp og niður
og veldur nið, er helst líkist sjávarnið í fjarlægð.
Gegnum þennan nið eða öllu heldur í honum kveða
við þróttmiklir sigurómar, hinn eiginlegi samræmis-
söngur hnattanna. Hver sá maður, sem hefur einu
sinni heyrt þann dýrðarsöng náttúrunnar, hlýtur
alltaf að heyra hann upp frá þeirri stundu. Hann
78 MORGUNN