Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Page 82

Morgunn - 01.06.1997, Page 82
Hugheimar Hærri og lægri hugheimar Allt það, er við höfum reynt að skýra frá hér að framan, getur aðeins átt við hin lægri svæði hug- heima. Tilverustig þetta greinist í sjö svæði, að sínu leyti eins og geðheimar og jarðríki. Fjögur lægstu svæðin í hugheimum hafa oft verið nefnd „rúpa“- svæði í ritum guðspekinga, þ.e. gervasvæði, en hér verða þau kölluð hugmyndaheimur einu nafni. Það eru hinir lægri hugheimar. Á þessum svæðum lifa miðlungsmenn lengi sælulífi milli hverra jarðvista. Hins vegar hafa efri svæðin þrjú verið kölluð „arúpa“-svæði, þ.e. gervalausu svæðin. Þau köllum við vitheim, eða hugheima hina efri. Á þessum efri svæðum starfar okkar innri maður, er fæðist hvað eftir annað. Þau eru hin upprunalegu heimkynni sál- arinnar. Svæði þessi hafa verið nefnd þessum sanskritar-heitum, sökum þess að hver einasta hugs- un tekui' á sig ákveðna lögun eða gervi á öllum fjór- um svæðunum lægstu. En á hærri svæðunum þrem- ur birtast hugsanirnar með allt öðrum hætti, eins og síðar mun sagt verða. Munurinn á báðum þessurn hlutum hugheima, „rúpa“-svæðunum og „arúpa“- svæðunum, er mjög greinilegur og hann er meira að segja svo mikill, að meðvitundin verður að starfa í öðrum líkama á hærri svæðum en hún hefur verið íklædd, meðan hún dvaldi á hinum lægri. Það er huglíkaminn, sem meðvitundin starfar í á lægri svæðunum, en á hærri svæðunum er hún íklædd orsakalíkamanum. Orsakalíkaminn er starf- færi hins innra manns, sem fæðist hvað eftir annað, á meðan hann rennur framskóknarskeið sitt á enda. Svo er líka annað, sem sýnir hver geysimikill munur 80 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.