Morgunn - 01.06.1997, Síða 83
Hugheimar
er á þessum tveimur hlutum hugheima. Á lægri
svæðunum getur alltaf nokkur blekking átt sér stað,
þ.e. menn sjá þar stundum ekki hlutina eins og þeir
eru. Þó þurfa þeir menn ekki að láta blekkjast, er geta
starfað þar með fullri vitund, þegar í lifanda lífi. En
þeir menn verða þar fyrir nokkrum blekkingum, sem
eru lítt þroskaðir og dvelja þar eftir þá breytingu, er
við nefnum dauða. Hinar háleitustu hugsanir þeirra
og eftirlanganir frá jarðvistarárunum safnast þar
saman umhverfis þá og slá eins konar skjaldborg
utan um þá, svo að þeir lifa þar inniluktir í sínum eig-
in hugmyndaheimi. Þeir sjá þá lítið eða ekkert af
hinni miklu og verulegu dýrð hins himneska tilveru-
stigs og álíta að það, sem þeir sjá, sé allt er séð verð-
ur.
Það væri þó ekki rétt að álíta, að þessi hugsana-
þoka yrði þeim eins konar fangaklefi, er byrgði þeim
allt útsýni. Síður en svo. Hún gerir þeim fært að
skynja sérstakar sveifluhreyfingar, í stað þess að loka
þá úti frá öllum utanaðkomandi áhrifum. Því að þeg-
ar að er gáð, eru þessar hugsanir mönnum sem skyn-
færi, er veita þeim kost á að verða sælu hugheima að-
njótandi. Hið himneska tilverustig er í raun og veru
sem endurskin hins guðdómlega hugsanalífs, óþrjót-
andi nægtabrunnur, sem hver maður fær ausið úr, að
sama skapi sem hugsanir hans hafa orðið háleitar og
öflugar, og eftirlanganir hans göfugar bæði hér á
jarðríki og í geðheimum.
En þegar komið er upp á hin hærri svæði hug-
heima, er þessi takmörkun skynjunarinnar úr sög-
unni. Reyndar er hinn innri maður lítt þroskaðra
manna þar, að mestu leyti í eins konar sælumóki og
MORGUNN 81