Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Page 84

Morgunn - 01.06.1997, Page 84
Hugheimar gefur umhverfi sínu fremur lítinn gaum, en það lítið sem hann sér, sér hann eins og það er, því að hugsan- ir hans sjálfs taka þar ekki á sig nein sérstök gervi, eins og á lægri svæðunum. Áhrif hugans Við munum auðvitað reyna til þess að skýra nokk- uð ítarlegar frá hugarástandi hinna mannlegu íbúa hugheima á hinum ýmsu svæðum þeirra, þegar þar að kemur. En til þess að lesandinn geti gert sér nokkurn veginn ljósa grein fyrir því, hvrnig hugurinn verkar á hinum lægri svæðum, er ef til vill reynandi að skýra hér ítarlega frá nokkrum tilraunum, sem rannsóknarmenn gerðu í því skyni að ganga nokkurn veginn úr skugga um þetta atriði. Rannsóknir okkar leiddu það brátt í Ijós, að það var alveg eins frumgervisefni í hugheimum og geð- heimum, og að það var allt annað en hinar algengu efnistegundir tilverustigsins. Frumgervisefnið í hug- heimum reyndist jafnvel ennþá næmara fyrir áhrifum hugans en frumgervisefnið í geðheimum. En í hug- heimum er allt efni, hverju nafni sem nefnist, hugefni (thought-substance). Þar verða allar efnistegundir og ekki einungis frumgervisefnið í hugheimum, beinlín- is fyrir áhrifum hugans. Það var því nauðsynlegt að gera tilraun til þess að reyna að greina á milli þessara áhrifa, sem hugsanirnar höfðu á frumefnið og hinna, er þær höfðu á aðrar efnistegundir hugheima. Þegar við höfðum gert nokkrar tilraunir, er sýndust ekki leiða að fastri niðurstöðu í þessum efnum, fund- um við upp á alveg nýrri aðferð, er sýndi einkar ljóst, 82 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.