Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Side 85

Morgunn - 01.06.1997, Side 85
Hugheimar hver var munur á þessum tvenns konar áhrifum. Einn af rannsóknarmönnum okkar staðnæmdist á lægstu svæðum hugheima og sendi þaðan út frá sér hugsanagervi, en aðrir stigu upp á hærri svæðin til þess að geta verið ugglausir um að þeim missýndist ekki. Maðurinn, sem staðnæmdist á lægstu svæðun- um hugsaði þar ástúðarhugsanir til vinar síns, sem var í íjarlægu landi. Arangurinn varð mjög eftirtektarverður. Varð þar fyrst eins konar hringiða í efnistegundum hugheima. Hún breiddist út í allar áttir frá manninum, er gerði tilraunina. Það hefði mátt líkja hringiðu þessari við ölduhringi í lygnu vatni eða tjörn, er steini hefur ver- ið kastað í, að því undanskildu, að hreyfing þessi barst út um hinar mörgu viðáttur hugheima, í stað þess að berast aðeins út um einn flöt. Ölduhreyfing- ar þessar minnkuðu smám saman eftir því sem þær bárust lengra út frá upptökum sínum, alveg eins og á sér stað um allar ölduhreyfingar á jarðnesku tilveru- stigi, nema hvað þær dvínuðu þar miklu seinna. Og seinast, er þær höfðu farið óraleiðir, var sem þær yrðu að engu, eða að minnsta kosti svo ógreinilegar, að ekki var unnt að sjá neitt móta fyrir þeim. Þannig liðu blikandi hugsanaöldur út frá hverri veru. Þær fóru jafnt í allar áttir, en urðu samt aldrei til þess að trufla hver aðara, jafnvel þótt þær lægju hver um aðra þvera, að sínu leyti eins og ljósgeislarn- ir, hér á jarðnesku tilverustigi. Þessir víðáttumiklu hugsanaölduhringir voru með margvíslegum litum og litbrigðum, en litir þeirra óskýrðust að sama skapi, sem þeir ijarlægðust upptök sín. Hins vegar urðu áhirf hugsunarinnar á frumgervis- MORGUNN 83

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.