Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Page 87

Morgunn - 01.06.1997, Page 87
Hugheimar uppörva, er hafði látið alveg hugfallast og sökkt sér niður í sorg og hugarvíl. Allar þessar tilraunir okkar sýndu ekki aðeins að hugsunin mótaði hugsanagervi, er hafði sérstakan lit, og kom jafnframt af stað ölduhreyfingu, heldur og að hún hefur í sér fólginn ákveðinn kraft, er beinist að þeim manni, sem henni er stefnt til. Þó var ein til- raun, er sýndi undantekningu frá þessari reglu. Einn af tilraunamönnunum, sem var staddur á hinum lægri svæðum hugheima, sendi frá sér sterka og ást- úðlega hollustuhugsun til eins af meisturunum, sem er hinn andlegi fræðari hans. En þá tóku hinir til- raunamennirnir, sem voru uppi á hinum hærri svæð- um, eftir því, að árangurinnn af hugsuninni sýndist verða öfugur við það, sem orðið hafði af þeim til- raunum, er þeir höfðu gert áður. Þess ber að gæta, að sérhver lærisveinn hinna miklu andlegu mikilmenna er alltaf í sérstöku sam- bandi við meistara sinn, þannig, að á milli þeirra er sífelldur hugsana- og áhrifastraumur. í hugheimum getur að líta þennan hugsanastraum eða vitundar- samband, sem skæran ljósgeisla eða öllu heldur sem mislitt ljósband, gult, blátt og fjólublátt. Það hefði því, ef til vill, mátt gera ráð fyrir því, að kærleiks- hugsun lærisveinsins, hefði orsakað sérstakan áhrifa- straum, er hefði lagt til meistarans eftir þessu vitund- arsambandi. En árangurinn varð sá, að ljósband þetta varð allt í einu miklu skærara og alveg nýr áhrifastraumur lagði eftir því, frá meistaranum til lærisveinsins. Það er því auðsætt, að þegar læri- sveinninn beinir huga sínum til meistans, þá verður það til þess að hann kemst í ennþá nánara samband morgunn 85

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.