Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Page 88

Morgunn - 01.06.1997, Page 88
Hugheimar við hann en ella og mótar þannig breiðari farveg fyr- ir ennþá meiri hjálp og kraft frá æðri tilverustigum. Það lítur því helst út fyrir að meistarinn sé svo hlað- inn, ef svo má að orði kveða, því áhrifamagni, er hjálpar og styrkir aðra, að hver kærleikshugsun til hans verður til þess að efla vitundarsambandið við hann og greiða fyrir áhrifastraumnum frá honum, gera farveginn breiðari fyrir kvísl úr kærleiksmóðu hans að streyma eftir. Ahrif hugsananna koma töluvert öðruvísi í ljós á hinum æðri svæðum hugheima, á arúpa-svæðunum, eða í vitheimi, sem við köllum svo. Hræring sú, er þær fá valdið þar í efnum hugheima, er að vísu lík, en hún er samt miklum mun öflugri þar, sökum þess, að þar er allt efni miklu smágerðara og kvikara fyrir. Hinsvegar verður hugsunin ekki þar til þess að móta neitt hugsanagervi úr frumgervisefninu. Ahrif hugs- ananna verða því þar með allt öðrum hætti. Þegar þessar tilraunir voru gerðar á hinum lægri svæðum hugheima, sáust hugsanagervin vera á sveimi yfir þeim mönnum, sem þeim var beint til og bíða eftir því að þeim gæfist kostur á að láta áhrifamagn sitt koma niður í huglíkama, geðlíkama eða jafnvel hin- um jarðneska líkama þeirra. En þegar þessar hugs- anatilranir fóru fram á hinum hærri svæðum, fór hver hugsun þegar í stað beina leið frá orsakalíkama þess manns, er hugsaði hana, og til orsakalíkama hins, sem hugsað var um. Þar birtist hún sem blik- andi leiftur. Þær hugsanir, sem hugsaðar eru á lægri svæðunum, er beint að persónuleikanum, en hinar, sem eru hugsaðar á hærri svæðunum, berast til hins innra manns, sem endurfæðist hér á jarðríki, hvað 86 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.