Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Side 90

Morgunn - 01.06.1997, Side 90
Hugheimar bendir höfundur á nokkur dæmi, er sýna áhrif geð- hrifa á lit hugsanagervisins. I greininni segir meðal annars: „Ef geð- eða huglíkami manna verður gagntekinn af guðræknistilfinningu, fær blik þeirra eða ára á sig bláan lit. Verður liturinn þeim mun blárri og fegurri, sem tilfinningar þeirra eru göfugri og hafa minna í sér fólgið af eigingirni. í kirkjum getur oft að líta slík hugsanagervi, er stíga upp frá söfnuðinum. Þau eru samt flest mjög ógreinileg og einna líkust skýjabólstr- um. Slík hugsanagervi eru helst til oft blönduð eigin- gjörnum tilfinningum, er varpa á þau móleitum flekkjum hér og hvar. Þessir móleitu ílekkir gera þau miklu dökkleitari, því að þau missa þá hinn heiðbláa og lýsandi blæ sinn. Hinsvegar er fögur sjón að sjá hugsanir hins óeigingjarna og guðrækna manns. Lit- ur þeirra er hreinn og bjartur, eins og heiðblámi vor- loftsins. í slíkum heiðbláum hugsanaskýjum sjást oft gullnar stjörnur mjög skærar, sem þjóta upp á við eins og gneistaflug. Reiðin veldur rauðum hugsanagervum. En litblær þeirra getur verið ærið mismunandi, allt frá dökk- rauðum múrsteinslit og að skínandi skarlatsrauðum blæ. Grimmúðleg reiði leiðir af sér dökkbrún ský með dökkrauðum dílum, en „hin réttláta reiði“ veld- ur björtum, skarlatsrauðum skýjum. Þau mega heita fremur fögur, svona til að sjá, en þau vekja samt hjá mönnum óþægilegar tilfinningar eða geig. Astartilfinningar valda rósrauðum skýjum. En ef ástin er dýrsleg eða ástríðukennd, verða þau dökk- rauð. En sé ástin aðeins eigingjörn, verða hugsana- gervin rósrauð með móleitum flekkjum hér og hvar, 88 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.