Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Page 92

Morgunn - 01.06.1997, Page 92
Hugheimar gervið, sem hann sendir þá frá sér, verður lifandi eft- irmynd hans. Og ef reglulega dulskyggn maður væri þar fyrir, er mjög líklegt að hann þættist sjá sjálfan manninn birtast sér. Slík hugsanagervi geta stundum veitt mönnum ákveðna vitneskju eða farið með sér- stök skilaboð, sem eru þá fólgin í þeirri hugsun, er ól þau af sér. Sveifluhreyfingar þeirra eða áhrifamagn, nær fyrst geðlíkama þess manns, sem þau eru send til og berast slíkar sveifluhreyfingar svo aftur til heila- vitundarinnar, sem ákveðin hugsun, eða jafnvel sem setning. Slík hugsanagervi geta einnig orðið til þess að veita eiganda sínum vitneskju um áhrif þau, er þau verða fyrir, sökum þess, að þau eru í eins konar áhrifasambandi við hann.“ Þeir menn, er Ieikur hugur á að vita nokkuð ger um þessa hluti, ættu helst að kynna sér alla ritgerð- ina vel og vandlega. Þetta, sem hér er sagt, er aðeins lítill útdráttur. Hinar prýðilega vel gerðu myndir, sem fylgja ritgerðinni, veita mönnum miklu rækilegri skilning á hugsanagervunum en nokkrar upplýsingar, sem birtar hafa verið allt til þessa. Svæðin Ef við værum spurðir að því, hver væri munurinn á hinum ýmsu svæðum hugheima, þá yrði því vissu- lega ekki svo auðsvarað. Sannleikurinn er sá, að hver sá maður, er ætlar sér að lýsa hugheimum, kemst undir eins í orðaþrot, þegar hann fer að lýsa lægsta svæði þeirra og hefur svo engin viðeigandi orð yfir hin sex, sem eftir eru. Því að hvað getum við sagat annað um hugheima, en að allt efni þeirra verður smágerðara og kvikara fyrir öllum áhrifum eftir því 90 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.