Útvarpstíðindi - 03.02.1941, Blaðsíða 17

Útvarpstíðindi - 03.02.1941, Blaðsíða 17
hverju þeirra glögg skil, gefið lýsingar, veitt írœðslu og látið í ljósi ákveðnar skoðanir, þannig að ljóst sé fyrir áheyr- endum hvað fyrirlesarinn er að sýna með hverjum einstökum kafla erindis síns. — þetta hefur J. E. mjög oft tekizt agæt- Iega í sínum þáttum. — En það er líka hœgt að tala heila klukkustund, án þess að nokkurn tíma komi fram nokkur á- kveðin skoðun, lýsing eða frœðsla, svo að nokkurs sé verð. Slíkt tel ég laust í reipunum. þa kem ég að dómum mínum um lest- ur þeirra Björns Sigfússonar og þórunn- ar Magnúsdóttur. Athugasemd J. E. um þetta efni gcfur mér ástœðu til að geta þess, að þegar ég dæmi um upplestur, geri ég það ekki algjörlega út frá sjónarmiði þess, sem enga fræðslu hefur fengið um það efni. — þótt ég hafi ekki sjálfur komizt það áleiðis í því að nema upplestur, að ég hafi æfingu til Þess, að notfæra mér hinar ýmsu reglur, sem gilda um góða framsögn, þá ér mér vel kunnugt um þessar reglur — og ég heyri, hvort aðrir brjóta þær eða halda. Ég hef feng- ið smávegis undirstöðutilsögn hiá alls fjórum framsagnarkennurum (þar af tveimur dönskum), og ég hef veitt því sérstaka athygli, að þeir leggia allir á- herzlu á sömu höfuðatriðin. Freistandi væri að gera nokkra grein fyrir þessum reglum hér, því að fjöldi manna virðist vera þeirrar skoðunar, að ef maður sé læs og skýrmæltur, þá sé þar með sagt, að hann kunni rétta framsögn. Ée legg þó ekki út í þetta nú, en e. t. v. mun sfðar birtast nokkur fræðsla um þetta cfni hér í blaðinu. J. E. sakar mig um, að í dómi minnm um lestur þeirra B. S. og p. M., sé ekki „rökrænn þráður", Honum virðast „full- yrðingar stangast". JJetta er þó ekki svo, — og virðist mér, eftir þessu bréfi hr. J. E., að hann láti sem hann viti ekki um þær kröfur, sem almennt eru gerðar til upplestrar. En auðvitað getur maðm* haft fallega og skýra rödd og verið hrað- læs, þótt hann hafi ekki á valdi sínu þær reelur, sem gilda um góða framsögn. Yfirleitt þurfa mcnn að læra þessar regl- ur og læra að beita þeim. En einstaka menn eru til, sem eru svo smekkvísir og lifa sig svo auðveldlega inn í efnið, sem þeir flytja, að þeir fylgja að mestu leyti þessum reglum ósjálfrátt. Og svo skemmtilega vill til, að einn þessara manna mun einmitt vera J. E. sjálfur, því hann flytur vel, en bréf hans bendir til þess, að hann hafi ckki lært neitt í framsögn. Ég hef beðið einn af mínum fyrri kenn- urum í framsögn, hr. Harald Björnsson leikara, að segja álit sitt um það, hvort dómur minn, sem hér um ræðir, um þau B. S. og p. M. geti staðizt, og farast hon- um orð á þessa leið: „þegar um rétta framsögn er að ræða, koma margar undirstöðureglur til greina, sem varla er von að almenningur geri sér grein fyrir: Ég tel það geta verið rétt, að upplest- ur geti haft vissan persónulegan glæsi- leika, þó ekki sé fylgt réttum undirstöðu- reglum góðrar framsagnar, þeir sem þannig lesa, gætu án efa orðið ágætir upplesarar, ef þeir bættu við sig þeim miklu möguleikum, sem felast í kunn- attunni. Vitanlega getur lestur verið skýr og greinilegur, þótt hann sé encinn upp- lestur, í þeirri merkingu, sem það orð er venjulega notað, og vitanlega æetur lest- urinn haft personulegan blæ, þannig, að hann sé ólíkur lestri annara, þott hann sé snevddur allri kunnáttu í listrænni framsögn". Síðasta dæmið, sem formaður útvarps- ráðs tekur, um „fullvrðingar, sem stang- ist" í gafmrýni minni, er um söng Biarna Biörnssnnar. Mér finnst liger'a i aui'um uppi, að B. B. preti staðið sig ácrretleea sem erarnnnsönervari, iafnvel þfitt eitt kvæði af bremur. sem hann svnmir, sé svo illa ort, að til skammnr sé. Ég veit ekki einu sinni. hvort B. B. hefur s'álf- ur valið þfctta kvreði, en auk bess prat hann sunerið kvæðið vol, on: levst'Þannig hlntverk sitt vel af hendi, þótt kvæðið yæri allt bandvitla"st rímað. Auk þess er alkunnuert. að prAður listamaður getur flutt vel lélegt efni. Kristján Friðriksson. UTVARPSTIÐINDI 249

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.