Útvarpstíðindi - 03.02.1941, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi - 03.02.1941, Blaðsíða 10
fiskar. Speglinum var þannig fyrir komið, að vatnsflöturinn speglaði sig í honum. 1 stofunni beið fjöldi marskálka og brúðarmeyja, og var svo til ætlazt, að brúðhjónaefnin kæmu þar inn, sitt um hvorar dyr. Nú var dyrunum hrundið upp, og brúðurin prúðbúin, og brúðguminn í skrautlegasta einkennisbúningi sín- um mættust þar á miðju gólfi. Brúðguminn kyssti hæversklega á hönd unnustu sinnar, og brúðmeyj- arnar og marskálkarnir þyrptust nú utan um brúðhjónaefnin fögru. Vængjahurðin, er lá inn í „Hvíta salinn" var nú opnuð, og blöstu þar við brúðarfótskarirnar, saumaðar silki og gulli. Bak við þær stóð prestur í skrúða sínum og út frá honum í hálfhring stóð skrautbúinn söfnuður, og var það heldra fólkið þar úr héraðinu. Carl Elfring leiddí nú brúðina inn að dyrum „Hvíta salsins"; en allt í einu nam hann staðar á þrösk- uldinum, og þreif til vasaklútsins. — Hann hafði fengið blóðnasir rétt í því, að athöfnin skyldi byrja. „Fyrirgefðu, ljúfan mín", sagði kapteinninn við brúðina, „það eru að- eins blóðnasir, sem batna strax". Að svo mæltu flýtti hann sér að öðuskelinni, til þess að dýfa ofan í hana hreinum vasaklút, er einn mar- skálkurinn rétti honum. Hann laut ofan að vatninu, en hrökk jafnharðan til baka. Á spegil- sléttum vatnsfletinum sást mynd af grannvaxinni og tígulegri konu. — Hún var alvarleg sýnum, og klædd í brúðarskraut, svo sem tíðkaðist hjá bændafólki í Noregi. Slíkri fegurð, sem mynd þessi bar, hefði enginn málari getað náð. — Bláu augun, gula hárið, og í stuttu máli öll þessi fagra, unglega mynd var sem lifandi. Menn hrópuðu upp yfir sig af að- dáun, og við köll þeirra varð Elf ring Utið upp. Og í speglinum stóra gat þá að líta myndina fögru, sem ummynduð væri. Allir litu við til þess að koma auga á þá konu, sem myndin væri af; en hana var hvergi að sjá. Þessi fagra mynd vai myndin af Kristínu Törvestad. Brúðguminn rak upp hljóð, og hné aftur á bak í fangið á einum mar- skálknum. Hvíti kjóllinn brúðinnar litaðist blóði. Ungi kapteinninn hafði fengið blóðspýju og var örendur í sömu svipan. Það var sem hulu drægi yf ir mynd- ina í speglinum, og jafnskjótt og Carl Elfring gaf upp öndina, hvarf hún með öllu. Sögu þessa hefur sonur eins mar- skálksins sagt, og hefur faðir hans, R.... of ursti sagt honum f rá þess- um atburðum. En í kirkjugarði einum í Noregi stendur steinkross á leiði, og er letr- að á hann: Kristín Törvested. Fædd 18. febr. 1794. Dáin 6. jan 1816 Og brúðkaupsdagurinn, sem getið var um, var einmitt sami dagurinn — 6. janúar 1816. VIZKUKORN: Rinungis í hendi hins göfuga 'er gullið góðmálmur. þegar hinn -fátæki kemur til nirfilsins, verður hann þess áskynja, að hann hefur þar fyrir sér mann, sem er margfalt fatækari en hann sjalfur. þögnin er harðasti dómurinn, en það lítur svo út, sem flestu kvenfólki sé ó- kunnugt um það. 242 tTVABPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.