Útvarpstíðindi - 03.02.1941, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 03.02.1941, Blaðsíða 11
Pálmi Hannesson: Um viðlög. Pálmi Hannesson flutti erindi um við- lög á kvöldvókunni 22. jan. Erindi þetta var mjög glæsilegt að efni og búningi og um flutninginn er ekki að tala. Palmi flytur manna bezt mal sitt, áheyrilega og fullega. Hr. P. H. hefur góðfúslega leyft Útv.t. að birta nokkra kafla úr þessu erindi. Egill Skallagrimsson kallar kveðskap sinn „máli laufgað mærðar timbur". Vissulega má líkja hinum forna skáld- skap við stóran skóg. par getur að líta furðulega sterka stofna og safaríkt, sí- grænt lim, sem teygist upp í svala heið- ríkju norræna vitsmuna. En þar lesa fáir blóm og allra sízt rauð. Og víst eru mörg trén merglaus og fúin, aðeins form- ið eitt. En niðri í skógsverðinum — i skugga hinna havöxn'u meiða, — leynist kynlegur villigróður. pað er kveðskapur alþýðunnar: dansar pg draumljóð. Dans hefur sennilega tíðkazt með kyn- stofni vorum frá örófi alda. pað er hátt- ur frumstæðra manna, að laða hreyfing- ar sínar eftir hrynjandi hljóði. En ekki fer sögum af slíku hér fyrri en á 11 öld. Lengi framan af hét danskvæðið dans, eins og sézt af sögninni um pórð Andrés- son. Kvæðin voru kveðin cða slegin á hljóðfæri, en eftir hljóðfallinu var svo dansinn stiginn, þegar svo bar undir, einkum & skemmtisamkomum þeim, sem nefndar voru vökur eða glcðir. Flest er ókunnugt um hina elztu dansa, bæði kvæðin sjálf og eins hitt, hversu stigið var. — peir uxu upp með alþýð- tinnl og voru því lítt í letur færðir. Á Sturlungaöld hækkar hagur dans- anna. Höfðingjar og jafnvel kennilýður- inn taka að hafa þá um hönd. Erlend ahrif flœða þá yfir landið, meðal annars margir dansar, og hið hátimbruðu hof dróttkvœðanna verða skáldunum of þröng. Að visu er margt móðu hulið um aldur danskvœðanna, en það hygg 6g, að á 13. öldinni, hinu furðulega gróðurskeiði ÚTVARPSTÍÐINDI islenzkrar skáldmenningar, hafi Þau náð mestum þroska og fegurð. Flest danskvæði eiga sammerkt í því, að í þeim eru v i ð 1 ö g, sérstakar hend- ingar, sem endurteknar eru i hverju er- indi. í Ólafi liljurós er viðlagið: „Villir hann, stillir hann. Blíðan lagði byrinn undan björgunum fram". Allir sungu við- lögin og lærðu þau. pess vegna geymdust þau, þó að kvæðin sjálf týndust, og barust frá manni til manns, kyni til kyns. pannig lifðu þau lífi sínu, líkt og flakkandi sálir eða reikult og rótlaust Þang. Öll eru þau stutt, en fela þó oftast í sér heillega og skáldlega hugsun, stundum baugabrot gamalla sagna eða gleymdra kvæða, stundum málshátt eða mynd. — Býsna oft eru þau ofin úr mynd af natt- úrunni og einhverri lífsreynslu eða spak- mæli, til dæmis þessi: 1. Vatnið rennur af háum íjöllum eftir hvössu grjóti. Illt er að leggja ast við þann, sem enga kann a móti, — og 2. Framar eftir firðinum sigla fagrar fleyr. — Sá er enginn glaður, sem eftir annan þreyr. Vafalaust eru mörg viðlögin útlend i ættir fram. En þjóðin hefur nært þau á hug sínum og hjartablóði, og landið léð þeim ljós sitt og skugga. pess vegna eru þau, ef til vill, islenzkust allra ljóða, þátt fyrir hinn suðræna blæ, sem andar í ýmsum þeirra. Og mörg eru þau furðu- lega fíngerð og tær, likt og vetrarkvíði um sumarnótt, til dæmis: 1. Eitt sinn fór ég yfir Rín á laufblaði einnar lilju, litil var ferjan mín, — eða 2. Dunar lítt þótt dansi hin hvíta dúfan ein, —eða 3. Stuttir eru morgnar í Möðrudal, þar eru dagmál þá dagar. Við skulum nú hugsa okkur, hlustend- ur góðir, að við séum komin á gleði eða vikivaka, annað hvort í alfheimum eða manna. Kertaljós brennur í .stofunni, en myrkur úti fyrir. Fólkið kemur inn, ungt fólk í annarlegum búningum, en með æskuglampa allra tíma í augum sér. For- stöðumaðurinn heldur á langspili, geng- ur fram, lýtur okkur og kveður: Framh. á bls. 251. 243

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.