Útvarpstíðindi - 03.02.1941, Blaðsíða 18

Útvarpstíðindi - 03.02.1941, Blaðsíða 18
öríá orS um dagskrána. Kvöldvöku Árna frá Múla var víða beðið með óþreyju, sérstaklega af söng- vinum, enda urðu þeir ekki fyrir von- brigðum. — Upplestur Lárusar Pálssonar leikara var prýðilegur, sérstaklega „Dauði Ásu". Kvœði Tómasar nutu sin og vel, enda vœri það móðgun bœði við Tómas og ljóðavini að láta lélega flytj- endur túlka kvæði hans. Ekki var þó lestur þess lýtalaus. Sérstaklega skjatl- aðist Lárusi mjög hrapallega í annarri ljóðlinu siðustu vísunnar í kvœðinu um konuna með hundinn. En hið gleðilegasta af öllu, sem Árni bauð okkur upp á þetta kvöld, var rödd hans sjálfs. J>að er 'sárt' að hafa Árna frá Múla þarna sífellt á næstu grösum við útvarpiö og heyra hann þó ekki syngja nema einu sinni á hverjum tveim- ur árum. Er ekki hægt að setja mánn- inum svo harða úrslitakosti, að hann verði að ganga að þeim og syngja dálítið oftar fyrir okkur? Kaldalónskvöldið var ánægjulégt á að hlýða að undanteknum söng Kristjáns Kristjánssonar. (Kr. Kr. mun hafa verið illa fyrir kallaður þetta kvöid, því að venjulega líkar söngur hans vel, enda kann hann meira til söngs en sumir aðr- ir, sem láta til sín heyra hér í útvarpinu. Ritstj.). Unga tónskáldið, Hallgrimur Helgason, kom þar fram í nýju hlutverki: Prýðilegur stílisti og áheyrilegur í flutn- ingi. Erindið var fyrirtak og mætti Hall- grímur oftar láta Ijós sitt skína. Túlkun hans a músik er bæði skemmtileg og aðgengileg fyrir alþýðu manna. — Söng- ur dómkirkjukórsins var smekklegur og fallegur. Frú Guðrún Ágústsdóttir skilaði einsöngshlutverki sínu með prýði. Báðir þessir liðir voru Kaldalóns til verðskuld- aðs sóma. Hvaða manneskjur eru áttmenningar þeir, sem sungu á kvöldvökunni í. gær- kveldi?Ekki gct ég með góðri samvizku óskað eftir slikum söng í bráð i útvarp- inu. Raddirnar eru lélegar (bössunum teflt fram í sifellu, og eru þeir þó lítt skarri yfirröddunum) söngurinn laus í reipunum og undirleikur alltof sterkur. Hlustandi i Ðalasýslu. Góður upplesari. — Pétur Pétursson bankaritari hefur tvisvar sinnum lesið upp í útvarp svo ég hef heyrt. Pétur hef- ur mjög skýra, þróttmikla og þægilega rödd og les mjög áheyrilega. Hann ætti að lcsa oftar, en hann mætti gjarna lesa eftir fleiri höfunda en Stefan Zweig, sem að vísu er agætis höfundur. En Pétur hefur nefnilega í bæði skiptin lesið upp úr sömu bókinni og er það nýútkomin bók, sem flestir bókavinir hafa þegar les- ið. Ég hef heyrt Pétur lesa gamansamar smásögur á nokkrum skemmtisamkom- u'm og fundizt honum takazt mjög vel. Við höfum ekki of mikið af smásögu- upplesurúm í útvarpinu, svo að það ætti að vera rúm fyrir Pétur á dagskránni annað slágið. J. LjóSskálakvðldiS 19. jan. KvæSi Einars Bachmanns um bóndann og hundinn þótti mér að mörgu leyti ágætt, og flutningur hans var í betra lagi. Hutjrún, eða Filippía Kristjánsdóttir, þótti mér lesa ver, raddbreytingin ekki rétt, ekki laust við að hún væri mjó- róma. „Fótatak" þótti mér bezta kvæðið hennar. Yfirleitt vandar hún sig ekki nógu mikið. GuSrún frá Brautarholti flýtti sér allt of mikið. pulurnar voru beztar. Kvæðið um Finnland ort af meiri hita en list. GuSrún frá Fagraskógi var bezt kven- anna. Ljóðræn mýkt er hezta einkennið A kvæðum hennar, en hún les ekki nógu vel. KJartan frá MosfelH bar af hinum. Hann yrkir eins gallalaust og Guðrún, en er persónulegri og skemmtilegri og hann las ágætlega. ¦ K. F. ...... Hvers vegna er verið að kalla þetta fólk ung ljóðskáld? öll m'unu þau sem þarna lásu, vera komin langt a fer- tugsaldur (þau yngstu) og hin um fer- tugt og líklega þar yfir. potta fólk hefur undanfarin 10—15 ár birt kvæði sín í blöðum og tímaritum og a: m. k. helm- ingur þess gcfið út ljóðabækur, og sumir fleiri en eina. Á að skipta skáldunum í tvo hópa, gömul skdld og ung skald? Spurull. 250 UTVARPSTIÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.