Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Blaðsíða 4
STÖK.U SINNUM koma bréf frá Islendingum. sem bósettir eru í herteknu löndunum, en þeir verða af skiljanlegum ástaeðum að vera varkárir í orðum. í einu bréfi stóð eftirfarandi: ,,Mér líður í alla staði ágætlega, en þó vildi ég heldur vera kominn heim á Skólavörðustíg 9. Til skýr- ingar skal þess getið, að húsið við Skólavörðustíg 9 er hegningarhúsið. VERNDARAR. Það var síðla kvölds. Breti og stúlka fóru af tilviljun jafn snemma út úr straet- isvagni í úthverfi bæjarins. Bretinn vék sér að stúlkunni og sagði á bjagaðri íslenzku: ,,Eruð þér ekki hræddar við Bandaríkjam'ennina? Vilj- ið þér ekki að ég fylgi yður heim?“ KJARVAL kom einhverju sinni sem oftar inn á greiðasölustað einn við Austurstræti og settist við borð. Afgreiðslustúlkan kom þegar og spurði hvers hann óskaði. Kjarval sagði það, en áður en stúlkan fór, tók hún dúkinn af borðinu sneri honum við og setti hann síðan á borðið aftur. ,,Það er alltaf munur að hafa hreint“, sagði Kjarval. Úr syrpu Páls ísólfssortar. AUSTURLANDSVÍSUR. Aldan hvíslar upp við sand ástarljóðum sínum. Ætíð fagurt Austurland er í huga mínum. Þar ég átti bernsku ból og blíðar æskustundir; vona ég einnig síðstu sól sjái þar ganga undir. Laufey Sigursveinsdóitir. Næturdrungi og draumafans drótt í vestri þreytir, meðan ársól austanlands allar byggðir skreytir. /. c. ÚTVARPSTÍÐINDl koma út vikulega að vetrinum, 28 tölubl., 16 blaðsíður hvert. Árgangurinn kostar kr. 10,00 til áskrifenda og greiðist fyrir- fram. í lausasölu kostar heftið 40 aura. Ritstjórar og ábyrgðarmenn : GUNNAR M. MAGNÚSS, Vegamótum, Seltjarnarnesi JÓN ÚR VÖR, Njálsgötu 23. Afgreiðsla á Njálsgötu 23. Sími 504o. Utgefandi: H/f. Hlustandinn. Víkingsprent h/f. Þig ég elska, Austurland, ofið báruskrúða. Þar sem bára um svalan sand söltum dreifir úða. Eva Hjálmarsdóttir. Þótt mér búi böl og grand brádökk nótt í faðmi sínum. Alltaf verður Austurland eins og ljós í huga mínum. Kristján Einarsson. Til að efla bræðraband og bægja kala þungum: Ekki verður Austurland eftir af landsfjórðungum. Jón Bjarnason. VESTURLANDSVÍSUR. Vildi ég um Vesturland vera nú að sveima. Við þín fjöll og fjörð og sand fýsir mig að dreyma. /. H. G. Ef mér skolar upp á land aldan hinzta sinni, vona’ eg þó að Vesturland verði’ í eilífðinni. TIL PÁLS. Þrátt er jafnan þörfin stór, þankann endurnæra. Þér og góðum þjóðarkór þakkir vil ég færa. H. 116 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.