Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Blaðsíða 27

Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Blaðsíða 27
Skáldíð Sfeínn Sfeínarr Ljóðasmíði virðist vera ástríða ís- lendinga, snar þáttur í eðli þeirra og lífi, eins og þeim finnist, að þeir geti ekki túlkað tilfinningar sínar og hugs- anir nema í rímuðu máli. Mörg stór- brotnustu og fegurstu listaverk íslenzkr- ar tungu eru meitluð í höfuðstafi og stuðla, enda hafa hortittasmiðir og rímsjúklingar óspart skákað í því hróks- valdi og ekki hlífzt við að misbeita og ofbjóða þessu vandasama formi. — Sumir yrkja aðeins sér til dægrastytt- ingar eða hugarhægðar eða til þess að þjálfa málkennd sína, en hirða ekki um að troða þessu upp á aðra. Það er virðingarvert. En svo eru hinir, sem gefa út hverja ljóðabókina á fætur ann- arri, prentaðar á rándýran gljápappír, bundnar í rándýrt skinn, án þess að hafa nokkuð annað til brunns að bera en hnökralausa hljóðstafagáfu, sneidda öllum skáldskapareinkennum. Ef til vill verða þessir menn fyrir því láni, að yrkja eitt gott kvæði óviljandi, og mætti . þá segja með nokkrum rétti, að þeir heiðu ekki til einskis hnoðað allan leir- inn. Skáldið Steinn Steinarr hefur ekki valið sér sálufélag í hópi þessarra mann4. Ljóð hans komast ekki í hálf- kvisti &ð vöxtum við framleiðslu þeirra. Þau hafa ekki heldur verið prentuð á gljápappír, og til skamms tíma hefur útgefendiinum ekki þótt taka því, að binda þau í skinn. En hitt er augljóst athugulum lesanda, að þetta skraut- lausa skáld hefur ekki álitið nauðsyn- legt að stuðia að auknum rímnakveð- skap í landÍHu. Sömuleiðis hefur því fundizt það ofmikil tvísýna, að bíða þess, að það yrkti einhvern tíma eitt gott kvæði, óviljandi og fyrirhafnar- laust. Þess vegna hefur skáldið á und- anförnum árum ort fjölmörg ágæt kvæði og nokkur listaverk, sem tilheyra hinu bezta bundins máls á síðari tím- um. í fyrstu bók sinni, Raú6ur loginn brann, er Steinn Steinarr óráðið skáld, gætt ótvíræðum hæfileikum, en átta- villt og hvikult í eftirgrennslan sinni að viðhlítandi formi. Það leitast við að taka yrkisefnin nýjum tökum, finna hljóm upprunans handan við orðin, kjarnann handan við yfirborðið, en heppnast það misjafnlega og hvergi svo, að af beri. Þó dylst lesendum ekki, að hér er skáldefni á ferðinni, sem þykir viðkunnanlegra að beita sinni eigin sjón, í stað þess að endur- spegla það, sem aðrir hafa séð á und- an því. Onnur bókin, Ljóð, sýndi mikla framför. Skáldið leitaði þar enn að formi, og bar víða niður á hljómborð- inu, en leit þess var orðin markvissari, mótaðri og persónulegri. í bókinni voru nokkur kvæði, sem skáru úr um hæfi- leika þess og getu, eins og t. d. kvæð- in Draumur og Verdun, að ógleymdu hinu harmþrungna snilldarljóði, Skó- hljóð. Nú liðu þrjú ár. í fyrrahaust kom svo ný bók frá Steinari Steinarr, Spor í sandi, sem skipaði honum á bekk með beztu íslenzku nútímaskáldunum, og jók mjög þann hóp aðdáenda og vina, sem skáldið átti áður. Það þótti jafn- vel svara kostnaði, að binda bækur þess í skinnband. Þó mun óhætt að fullyrða, að Steinn Steinarr hefur ekki enn notið verð- ÚTVARPSTÍÐirý)! 139

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.