Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Blaðsíða 24

Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Blaðsíða 24
hefði þe im verið unnt að hagnýta sér kjöt uxans, án þess að kveikja eld. Dag nokkurn hafði Liu gefið því gæt- ur, að andlit foreldra hans virtust hreyf- ingarvana, eins og þeir væru dánir. Hann hafði heyrt grát barna sinna, og séð litlu dóttur sína heyja helstríð. Þá hafði hugur hans gagntekizt slíkri ör- væntingu, að nærri lá, að hann yrði vitfirrtur. Hann safnaði hinztu kröftum og framkvæmdi það verk, sem hann hafði lýst yfir, að hann mundi aldrei geta leyst af höndum. Hann hafði tek- ið eldhúshnífinn, farið út og drepið uxann sinn. Það voru honum þung spor. Honum hafði fundizt eins og hann væri að taka bróður sinn af lífi. Fyrir hann sjálfan var þetta síðasta og stærsta fórnin. Samt sem áður hafði þetta ekki reynzt nægilegt. Auðvitað urðu þau hungruð að nýju. — En nú voru allar bjargir bannaðar. Margir af íbúum þorpsins tókust ferð á hendur í suður- átt — til annarra héraða. Sumir tóku að biðjast ömusu í hinum stærri borg- um meðfram fljótinu. En hann, bónd- inn Iiu, hafði aldrei gerzt beiningamað- ur. Þó var honum það ljóst, að þeirra allra hlaut að bíða bráður bani. En það eitt olli honum hugarléttis, að þau mundu þó deyja á heimili sínu og feðrajörð. Nágrannar hans höfðu farið þess á leit við han, að hann fylgdist með þeim, er þeir fluttust brott. — Einn þeirra hafði meira að segja boðið honum að bera föður hans, svo að Liu gæti borið móður sína. Faðir þessa ná- granna hans var þegar látinn. Hann hafði því aðeins fyrir sjálfum sér að sjá. En Liu hafnaði öllum slíkum boðum. Það var líka vel farið, því að tveim dögum síðar lézt hin aldurhnigna móð- ir hans. Ef hún hefði látizt á íeiðinni hefði hann neyðzt til þess að skilja lík- ið eftir við vegbrúnina, svo að för hinna yrði eigi tafin. Nú gat hann þó búið henni hinztu hvílu í mold ættbýlisins. En það hafði tekið hann þrjá daga að búa hinum aldurhnigna líkama hennar gröf. Áð ur en útförin fór fram hafði hann deilt við konu sína um hinar tötralegu fataslitrur, er lík móður hans bar. Kona hans var skaphörð og mundi hafa látið jarðsetja hina aldurnhignu tengdamóður sína nakta, ef leyfi hans hefði fengizt. — Tilgangur hennar var sá að nota fötin handa börnunum. En hann hafði fengið hana til þess að lok- um að færa lík gömlu konunnar í þunnan kjól og buxur. Raunverulega voru þetta aðeins tötrar. — Hann sá kalda og raka moldina falla að holdi móður sinnar. Slíkt mundi sérhverjum syni hafa fundizt ömurleg sjón. En úr þessu varð eigi bætt. Síðar hafði hann einnig orðið að jarðsetja hinn aldraða föður sinn, nýfædda dóttur sína og litla drenginn, sem aldrei hafði verið vel hraustur. Allt þetta hafði hungursneyð vetrar- ins frá honum tekið. Þau mundu öll hafa dáið, ef eigi hefði fundizt mar- þvari í jarðveginum, sem flóðið hafði flætt yfir. Þetta urðu þau að leggja sér til munns, enda þótt þau þjáðust öll af blóðsótt. Verstur af öllu var þó eld- neytisskorturinn. Hrár marþvari og velgjulegt uxakjöt var engan veginn girnileg fæða. Já, nú kom vorið. Hann sat hreyfingarvana og starði framundan sér eins og í leiðslu. Ef hann gæti fengið uxann sinn aftur og plóginn, sem hafði verið höggvinn í eldinn, mundi honum áreiðanlega 136 ÚTVARPSTfÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.