Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Blaðsíða 15

Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Blaðsíða 15
krefst sálar mannsins að launum. Og leikurinn er barátta milli holdsins og andans, milli glórulausasta myrkurs og guðdómlegustu birtu, það eru hin stríð- andi öfl mannssálarinnar, dualisminn. i En umgjörð leiksins er svo íburðarmik- il og margbrotin, og ívaf leikritsins á sviði er svo háð ljósbrigðum og litum, að það kostar óhemju vinnu að bæta slíkt upp, þegar útvarpa skal, og verð- ur aldrei gert til fullnustu. Ég vil til dæmis nefna kirkjuna og ljósabrigðin á helgimyndunum. Myndirnar eru í fögru ljósi og litskrúði, en þegar Ógaut- an (fjandinn) kemur í kirkjuna, missa myndirnar lit og lífrænan svip, þá eru sumir stærstu viðburðir leiksins eftir- minnilegastir á sviði, svo sem þegar kirkjan sekkur í leikslok. Leikritið er í senn lýsing á andlegu lífi þjóðar- innar á miðöldum og ádeila á kirkju- vald þeirra tíma. Söngvar margir og hljómlist er í leik- ritinu. Tel ég, að þeir liðir geti tekizt vel. Söngvarnir eru eftir Sigv. Kalda- lóns, og mun Páll ísólfsson stjórna söngnum. Emil Thoroddsen hefur samið for- spil, en Þórarinn Guðmundsson og út- varpshljómsveitin aðstoða. Einsöngv- arar verða frú Guðrún Ágústsdóttir og Arnór* Halldórsson. — Við verðum að stytta leikritið töluvert, t. d. fellur 2. þáttur niður, sökum þess, að hann er algjörlega fyrir leiksvið. Þá munum við hafa 10 mínútna hlé milli 3. og 4. þátt- ar. Þetta er nýbreytni í útvarpinu. — Verður lagasyrpa úr leiknum leikin í hléinu. Gert er ráð fyrir, að erindi um skáldið verði flutt í útvarpið kvöld- ið áður. Eftir þessar upplýsingar hjá leik- Guðrún IndriSadóttir leik.\ona. stjóranum heimsótti ég frú Guðrúnu Indriðadóttur. MERKUR LEIKLISTARVIÐBURÐUR Frú Guðrún Indriðadóttir er gift Páli ritstjóra Steingrímssyni og býr á rólegu fallegu heimili á kyrrlátum stað við Tjarnargötu. Hún hefur dregið sig í hlé frá leiklistinni á síðari árum og vill ekki gera mikið úr því, að hún kemur nú fram í hlutverki Unu í ,,Dansinum“. en er fús til að ræða um leikritið og rifja upp minningar frá liðnum árum. — Fylgdust þér með samningu þessa leikrits föður yðar ? — Mér var venjulega kunnugt um það, sem hann hafði með höndum, svarar frúin, — þegar pabbi skrifaði, þá spurðum við börnin hans, um per- sónur og hlutverk, og þegar við fengum vitneskju um einhverja persónu, sem okkur lék hugur á, vildum við fá að fylgjast með sköpun hennar gegnum leikritið. Eg sagði einu sinni við pabba, ÚTV ARPST ÍÐINDI 127

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.