Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Blaðsíða 16

Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Blaðsíða 16
að mig langaði til þess, að hann skap- aði dramatískt konuhlutverk, og mér lék brátt hugur á Hlaðgerði, þegar eg sá, hvernig hún var úr garði gerð, og ég vil ekki neita því, að hún hafi á ein- hvern hátt mótast fyrir mín orð, að minnsta kosti leyfði hann mér að ráða nafninu, og ég held, að hann hafi ætlað mér þetta hlutverk. Séra Kjartan í Hruna spurði pabba seinna að því, hvort hann hefði vitað um Hlaðgerðar- traðir í Hruna og sótt nafnið þangað. Svo var ekki. Eg hafði ekki hugmynd um þetta örnefni þá og valdi nafnið, af því að mér þótti það mikilfenglegt og fagurt. — Skrifaði faðir yðar þetta og önnur verk sín hratt eða á skömmum tíma ? — Hann mun venjulega hafa skrif- að leikritin nokkuð hratt með köflum og miklu lengri en þau birtust. Hann skrifaði leikrit sín tvisvar, þrisvar sinn- um og stytti jafnan í hvert sinn. Svo mun hafa verið með ..Dansinn í Hruna“, hann var skrifaður um 1920 og gefinn út 1921. — Teljið þér, að stærstu kvenhlut- verk föður yðar séu í þessu leikriti ? -— Það er erfitt að segja. Eg vil að minnsta kosti jafnframt nefna persón- ur í öðrum leikritum hans, svo sem : Sigríður í Skipið sekkur, Mjöll og Ás- laugu í Nýársnóttinni, og Helgu í Sverði og bagli. Nú beinist samtalið að fyrri árum, þegar leiklistin var á bernskuskeiði í höfuðstaðnum, og ég spyr um fyrstu hlutverk hennar á leiksviði, um leik- listarnám hennar og utanfarir. En Guð- rún Indriðadóttir var fyrsti íslenzki leik- arinn, sem fór vestur um haf, eftir ósk Vestur-íslendinga, og lék þar Höllu í Fjalla-Eyvindi árið 1912. Soffía Guðlaugsdóttir, leil^liona. — Eg lék fyrst í Goodtemplarahús- inu í leikritum, sem stúkurnar sýndu. Einar H. Kvaran sá mig leika þar, en hann var þá leiðbeinandi í hinu ný- stofnaða Leikfélagi Reykjavíkur, og bað hann mig að taka hlutverk hjá fé- laginu. Lék ég þar fyrst í leiknum ,,Esmeralda“. Skömmu síðar fór ég til Ameríku og dvaldi 4 ár í Winnipeg. Þar lék ég í nokkrum leikritum. En ár- in 1906—1907 dvaldi ég við nám í konunglega leiklistarskólanum í Kaup- mannahöfn. Frú Stefanía Guðmunds- dóttir var þar veturinn áður. Frá þeim tíma vil ég einkum nefna Jerndorf kennara minn, af honum lærði ég mik- ið. Hann var konunglegur leikari og talaði einna fallegast mál, að flestra dómi. Eg hafði einnig aðgang að leik- húsum borgarinnar og kynntist mörg- um fremstu leikurum Dana. En ég komst að þeirri niðurstöðu, að leikari þarf helzt að læra listina á sínu eigin móðurmáli, það er næst eðli manns. Þegar heim kom, lék ég ýmis hlut- verk, og á jólunum 1911 lék ég Höllu í fyrsta sinn. 128 ÚTVARPSTÍÐINDl

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.